Verkefni

Dans fyrir alla

í grunnskólum

Dans fyrir alla bíður upp á danskennslu og dansfræðslu í grunnskólum. Fræðsluverkefnið okkar hefur þróast með árunum og hafa skólar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni tekið þátt í því og einnig hafa nemendur komið í heimsókn til okkar í dansstúdíóið á Grensásvegi. Áherslan er á skapandi aðferðir og að nemendur rannsaki dansformið frá eigin sjónarhorni og fái að vera virkir og meðvitaðir þátttakendur í þróun listformsins.

Fyrir tímabilið 2019-2021 hefur Dans fyrir alla hlotið styrk frá Barnamenningarsjóði og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar til að halda fræðslu fyrir 6. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Íslenska Dansflokknum. Nemendum verður boðið upp á þriggja daga dansdagskrá yfir veturinn, einn morgun í dansstúdíói þar sem þau fá dans og danssmíði kennslu, einn fræðslutíma um sviðslistir í skólanum og boð á sýningu hjá Íslenska Dansflokkinn. Skráning fyrir fræðsludagana verður í september en hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið á dansgardurinn@gmail.com.

Dans fyrir alla

með hælisleitendum

Dansgarðurinn hefur boðið upp á námskeið fyrir hælisleitendur í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þjónustuteymi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Tvö námskeið hafa verið haldin og áhersla lögð á jákvæð áhrif hreyfingarinnar og að njóta þess að vera og dansa saman. Í öðrum námskeiðum, sköpuðu þátttakendurnir dansstuttmynd sem var sýnd á Listahátíð í Reykjavík og verður sýnd á RÚV næsta vetur.

Dans fyrir alla

í leikskólum

Dansgarðurinn býður upp á skapandi og skemmtilegar danssmiðjur fyrir leikskólabörn.

Kennslustundin hefur sérstakt dansþema (þyngd, hraða, stefnu, líkamshluta), er 30 - 60 mín og skiptist í fimm hluta (upphitun, könnun á þema, tækni, sköpun, slökun). Það eru tveir danskennarar í hverri kennslustund og kennsluáætlunin eru unnin af Guðrúnu Óskarsdóttur en hún byggir tímana á hugmyndafræði Anne Green Gilbert sem hefur verið áhrifavaldur í danskennslu í skólum í Bandaríkjunum. Dans er einstök tjáning og hefur m.a. jákvæð áhrif á hreyfifærni, félagsfærni, tilfinningaþroska, sköpun, máltöku og byggir upp sjálfstraust.

Veturinn 2017-2018 bauð Dans fyrir alla upp á danskennslu í fjórum leikskólum í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Fyrir frekari upplýsingar um danskennslu í leikskóla, endilega hafið samband: dansgardurinn@gmail.com

Dans fyrir alla

viðburðir

Dans fyrir alla stendur einnig að dansviðburðum þar sem áhersla er lögð á að kynna dans fyrir almenningi og gefa ungum dansara athygli og pláss til að sýna. Haustið 2019 hélt Dans fyrir alla hátíðina Mjóddamamma þar sem dansinn yfirtók verslunarmiðstöðina í nokkrar klukkustundir. Vegfarendur á leiðinni í Nettó gátu þá tekið nokkur dansspor eða horft á dansstuttmyndir með croissant og kaffi frá bakaríinu í hendi.

Dans fyrir alla tók einnig þátt í dansdagskrá Banamenningarhátíðar í Reykjavík þar sem fjölskyldum var boðið upp á að taka þátt í snerti-spuna, skapandi dansnámskeiði, horfa á dansbrot eftir unga dansara, dansstuttmyndir og taka nokkur spor í Danceoke.

Hlutverk Dansgarðsins er að :

BJÓÐA UPP Á FAGLEGA OG FJÖLBREYTTA DANSKENNSLU, Í KLASSÍSKUM BALLET, NÚTÍMA- OG SAMTÍMADANSI OG SKAPANDI DANSI.

 

GERA DANSKENNSLU OG VIÐBURÐI AÐGENGILEGA FYRIR BÖRN OG UNGT FÓLK.

 

EFLA UMRÆÐU UM SVIÐSLISTIR Á MILLI UNGRA ÁHORFENDA OG LISTAMANNA.

 

SAMEINA OG STYÐJA LISTAMENN SEM ERU AÐ VINNA MEÐ DANS OG SVIÐSLISTIR FYRIR UNGT FÓLK OG ALLA ÁHORFENDUR.

 

VINNA MEÐ ÖÐRUM STOFNUNUM TIL AÐ SVARA BETUR SAMFÉLAGSÞÖRFUM Á SVIÐI DANS- OG SVIÐSLISTAR.

Dansgarðurinn

Grensásvegur 14,

108 Reykjavík.


info@ballet.is dansgardurinn@gmail.com

Sími: 534-9030 

© 2023 by Train of Thoughts. Proudly created with Wix.com