Námsframboð

 
Afslættir:

- Hægt verður að nota Frístundastyrk fyrir öll námskeið sem eru 10 vikur eða lengri fyrir nemendur 6 - 18 ára.

- Systkinaafsláttur: Elsta barn greiðir fullt námskeiðsgjald yngri systkinin 70%

Forskóli

Forskólinn er fyrir nemendur 3 ára til 9 ára og er undirbúningur fyrir

grunnstigin, 1 - 7. stig. Forskólinn er opinn öllum og miðast aldur

við fæðingarár.

Markmiðið er að þroska og örva hreyfigreind, líkamsvitund og félagsþroska. Aðal áherslan er að kynna klassískan ballet fyrir nemendum og leggja grunninn að frekara dansnámi.

Forskólinn tekur þátt í jólasýningu sem haldin er í sýningarsal Dansgarðsins og vorsýningu skólans sem er haldin í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

Kennsla forsskóla ‘KLS’ fer fram í danssal skólans í Mjódd, Álfabakka 14a (3.hæð).


1. Flokkur- 3 ára

Klassískur ballet er kynntur í gegnum leik og skapandi dans.

Áherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind og félagsfærni.


Kennsla hefst: 14. september

Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 10:00

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Bjartey Elín Hauksdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 32.000 kr.


2. Flokkur- 4 ára

Klassískur ballet er kynntur í gegnum leik og skapandi dans.

Áherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind og félagsfærni.Kennsla hefst: 14. september

Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 10:00

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Bjartey Elín Hauksdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 32.000 kr.


3. Flokkur- 5 ára

Grunnspor í klassískum ballet; sporin eru kennd með skapandi dansi og einföldum æfingum.

Áhersla er á dansgleði, samvinnu, virðingu hvert fyrir öðru, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, styrkja líkamsvitund og sjálfstraust.


Kennsla hefst: 14. september

Tímasetning: Kennt á laugardögum kl. 11:00

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Bjartey Elín Hauksdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 32.000 kr.


4. Flokkur- 6-7 ára

Nemendur í 4. flokki stunda ballet tvisvar í viku. Klassískur ballet er kenndur með einföldum æfingum.

Áhersla er á dansgleði, samvinnu, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, styrkja líkamsvitund, sjálfstraust og byggja upp dansorðaforða.


Kennsla hefst: 11. september

Tímasetning: Kennt er á miðvikudögum kl. 17:00 og laugardögum kl. 12:00

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Bjartey Elín Hauksdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 47.000 kr.


5. Flokkur- 7-8 ára

Nemendur í 5. flokki stunda ballet tvisvar í viku í 90 mínútur í senn.

Áhersla er á dansgleði, vandvirkni, samvinnu, að efla hæfni nnemenda til agaðra vinnubragða,

styrkja líkamsvitund og sjálfstraust.

Þetta er elsti hópurinn í forskólanum og næst tekur við 1. stig.


Kennsla hefst: 9. september

Tímasetning: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl:16:30

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 90 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Alma Kristín Ólafsdóttir

Verð: 50.000 kr.


Samtímadans 1- 4-5 ára

Vegna mikilla vinsælda vornámskeiðs í samtímadansi fyrir forskóla aldur, verður nú í fyrsta skipti boðið upp á 12 vikna námskeið.

Farið verður yfir samtímadanstækni og skapandi dansæfingar, þar sem nemendur eru hvattir til að uppgötva eigin hreyfingar og sköpunarkraft. Áhersla er lögð á samvinnu, að þjálfa samskiptafærni og styrkja líkamslæsi.


Kennsla hefst: 14. september

Tímasetning: Kennt á laugardögum kl. 10:00-10:45

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Bjartey Elín Hauksdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 32.000 kr.


Samtímadans 2- 6-8 ára

Vegna mikilla vinsælda vornámskeiðs í samtímadansi fyrir forskóla aldur, verður nú í fyrsta skipti boðið upp á 12 vikna námskeið.

Farið verður yfir samtímadanstækni og skapandi dansæfingar, þar sem nemendur eru hvattir til að uppgötva eigin hreyfingar og sköpunarkraft.

Áhersla er lögð á samvinnu, að þjálfa samskiptafærni og styrkja líkamslæsi.


Kennsla hefst: 16. september

Tímasetning: Kennt á mánudögum kl. 16:30-18:00

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 90 mínútur

Aldur miðast við fæðingarár

Kennarar: Katla Þórarinsdóttir

Verð: 32.000 kr.


Grunnnám

Grunnnámið, framhald af forskólanum, er fyrir nemendur 9 ára til 15 ára og er undirbúningur fyrir framhaldsbrautina.

Grunnnámið samanstendur af 7 stigum. Yngri stigin eru kennd í húsnæði KLS við Álfabakka 14a (3 hæð) og eldri stigin í húsnæði KLS á Grensásvegi 14.

Áherslan er á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemandi fær tækifæri til að þroskast og blómstra.

Við kennslu er stuðst við aðalnámskrá. Grunnnámið samstendur af klassískum ballet, Nútímalistdansi, samtímadansi, spuna, táskótækni og sögulegum dansverkum auk þess sem nemendur taka þátt í ýmsum sýningum og eru kynnt fyrir þróun listdansins og nýjum straumum og stefnum.

Algengasta aldurskiptingin: 1. stig: 8 til 9 ára, 2. stig: 9 til 10 ára, 3. stig: 10 til 12 ára, 4. stig: 11 til 12 ára, 5. stig: 12 til 13 ára, 6. stig: 13 til 14 ára, 7. stig: 14 til 15 ára

Nemendur í grunnnáminu og forskólanum taka þátt í jólasýningu sem haldin er í sýningarsal Dansgarðsins og vorsýningu skólans sem haldin er í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

Eftir að hafa lokið grunnnáminu við KLS eru nemendur tilbúnir að hefja 3 ára nám við framhaldsbraut í listdansi hvort sem það er á Klassískri listdanssbraut eða Nútíma/samtímalistdansbraut.


1. Stig

Nemendur á 1. stigi eru tvisvar í viku í ballet (90 mínútur) og

einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur).

Þyndarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari.

Áherslan er enn á dansgleði, samvinnu og að elfla líkamslæsi og hæfni til agaðra vinnubragaða. Nemendur fá tækifæri til að kynnast samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


Kennsla hefst: 27. ágúst

Tímasetning
Ballet: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-18:00.

Nútímalistdans/skapandi dans: Mánudagar kl. 16:30 - 18:00.

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Alma Kristín Ólafsdóttir og Katla Þórarinsdóttir

Verð: 64.000 kr.


2. Stig

Nemendur á 2. stigi eru tvisvar í viku í ballet (90 mínútur) og

einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur).

Þyndarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari.

Áherslan er enn á dansgleði, samvinnu og að elfla líkamslæsi og hæfni til agaðra vinnubragaða. Nemendur fá tækifæri til að kynnast samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


Kennsla hefst: 26. ágúst

Tímasetning
Ballet: Þriðjudaga og Fimmtudaga kl. 15:00 - 16:30.

Nútímalistdans/skapandi dans: Mánudagar kl. 15:00 - 16:30.

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð)

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Katla Þórarinsdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 64.000 kr.


3. Stig

Nemendur á 3. stigi eru tvisvar í viku í ballet (90 mínútur), einu

sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur) og einu

sinni í viku í styrk og teygjutíma (60 mínútur).

Þyndarstig eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu.

Nemendur fá tækifæri að kynnast samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


Kennsla hefst: 26. ágúst

Tímasetning
Ballet: Þriðjudaga og Fimmtudaga kl. 15:00 - 16:30. (Mjódd)

Nútímalistdans/skapandi dans: Mánudagar kl. 15:00-16:30. (Mjódd)

Styrkur og teygjur: Miðvikudagar 16:00-17:00. (Mjódd)

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð) (Ballet og Nútímadans) og Grensásvegi 14 (Styrkur og teygjur)

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Andrea Urður, Katla Þórarins og Sara Katrín Kristjánsdóttir

Verð: 66.000 kr.


5. Stig

Nemendur á 5. stigi eru þrisvar í viku í ballet (90 mínútur),

einu sinni í viku í klassískri táskótækni (90 mínútur),

Einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi með styrk og teygjum (120 mínútur)

Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 5. Stigi halda áfram að ná tökum á táskó tækninni.

Nemendur fá tækifæri að kynnast samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru

þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


Kennsla hefst: 27. ágúst

Tímasetning
Ballet: Miðvikudagar kl. 17:00 (Grensás), föstudagar kl. 15:00 (Mjódd) og laugardagar kl. 13:15 (Grensás).

Táskór: Þriðjudagar kl. 18:00 (Mjódd)

Nútímalistdans/skapandi dans: fimmtudagar kl. 18:00 (Mjódd)

Staðssetning: Álfabakki 14a (3. hæð) (þri, fim og fös) og Grensásvegi 14 (mið og lau)

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hildur Björk Möller og Yannier Jökull Oviedo.

Verð: 72.000 kr.


6. Stig

Nemendur á 6. stigi eru fimm sinnum í viku í ballet (90 mínútur),

einu sinni í viku í klassískri táskótækni (90 mínútur) og

tvisvar í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur)

Þyngdarstig og hraði í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu, táskó æfingar verða meira krefjandi og unnið er meira úti á gólfi.

Nemendur fá tækifæri að kynnast samtímadansi, sögulegum dansverkum, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


Kennsla hefst: 26. ágúst

Tímasetning
Ballet: Mánudagar-Fimmtudagar kl. 15:30 og laugardaga kl. 13:15

Táskór: Fimmtudagar kl. 17:00

Nútímalistdans/skapandi dans: Mánudagara og föstudagar kl. 17:00

Staðssetning: Grensásvegur 14

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hildur Björk Möller og Yannier Jökull Oviedo.

Verð: 78.000 kr.


7. Stig

Nemendur á 7. stigi eru fimm sinnum í viku í ballet (90 mínútur),

einu sinni í viku í klassískri táskótækni (90 mínútur),

Tvisvar í viku í sögulegum dansverkum (90 mínútur), og

tvisvar í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur)

Þyngdarstig og hraði í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu, táskó æfingar verða meira krefjandi og nemendur læra dansverk á táskóm.

Nemendur fá tækifæri að kynnast samtímadansi, sögulegum dansverkum, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.Kennsla hefst: 26. ágúst

Tímasetning
Ballet: mánudagar-föstudagar kl. 15:30

Táskór: Miðvikudagar kl. 18:45

Söguleg dansverk: Miðvikudagar kl. 17:00 og laugardagar kl. 11:15

Nútímalistdans/skapandi dans: mánudagar kl. 17:00 og laugardagar kl. 9:30

Staðssetning: Grensásvegur 14

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hildur Björk Möller, Bjartey Elín Hauksdóttir og Yannier Jökull Oviedo.

Verð: 79.000 kr.


Framhaldsbraut

Framhaldsbrautin er tvískipt; Klassísk listdanssbraut og Nútíma- og Samtíma listdansbraut. Miðað er við þriggja ára námstímabil sem skiptist í sex 15 vikna annir. Nám þetta er mjög góður undirbúningur fyrir þá sem ætla sér í listdansnám á háskólastigi og hafa hug á að hafa atvinnu af greininni, en námið getur einnig verið góður undirbúningur fyrir ýmsar aðrar starfsgreinar. Nemendur sem hljóta inntöku í skólann skulu hafa lokið grunnskólanámi og hafa stundað nám í dansi í einhverju formi eða búa yfir ótvíræðum dans hæfileikum og brennandi áhuga að mati stjórnenda og kennara skólans.Til þess að útskrifast þurfa nemendur að hafa náð fullnægjandi árangri og líkamlegri þjálfun samkvæmt námskrá skólans sem styðst við aðalnámskrá í listdansi, sem m.a. felur í sér danstækni í ballet, nútímadansi, samtímadansi, listdanssögu, danssmíðar og flr. ( hægt er að skoða nákvæma námsskrá hér )

Námið í Klassíska listdansskólanum er einstaklingsmiðað þó svo einnig sé lögð rík áherslu á samvinnu, verkefni og dansverk í hópum. Skólinn leggur áherslu á að virkja styrkleika hvers og eins auk þess sem nemendur eru kynntir fyrir þeim fjölbreytileika sem listdans hefur upp á að bjóða. Ótal nemendur sem hafa útskrifast af framhaldsbraut KLS hafa náð langt í dans senunni bæði hérlendis og erlendis.


Nemendur á framhaldsbraut taka þátt í jólasýningu sem haldin er í sýningarsal Dansgarðsins og vorsýningu skólans sem haldin er í Borgarleikhúsinu. Einnig taka nemendur á framhaldsbraut þátt í ýmsum öðrum sýningum og viðburðum og má þá nefna, Unglist listahátíð ungs fólks, Barnamenningarhátíð dansviðburð í Eldborg, Vetrarhátíð, Safnanótt og flr. Lögð er áhersla á að nemendur séu kynntir fyrir þróun listdansins, nýjum straumum og stefnum og áframhaldandi námsleiðum og atvinnumöguleikum í greininni.


Eftir að hafa lokið framhaldsbraut við KLS eru nemendur tilbúnir að hefja nám á háskólastigi. Ótal nemendur sem hafa útskrifast af framhaldsbraut KLS hafa náð langt í dans senunni bæði hérlendis og erlendis. (Hér má lesa meira um fyrrverandi nemendur KLS-.....)

Framhaldsbrautin er ætluð nemendum á aldrinum 16-25 ára það eru þó undantekningar að bæði eldri og yngri stundi þetta nám í þeim tilfellum er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu eða senda e-mail á info@ballet.is.


Inntökupróf fyrir skólaárið 2019/20 verður haldið; 16. ágúst kl. 17:00 á Grensásvegi 14. Skráning á info@ballet.is.


Kennsla hefst: 26. Ágúst

Nemendur á framhaldsbraut eru í það minnsta í tímum 21 klst. á viku en reikna má með að bætist við aukatímar og verkefni utan hefðbundinnar stundatöflu.

Staðssetning: Grensásvegur 14

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Anna Kolfinna Kuran, Bjartey Elín Hauksdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hildur Björk Möller, Hrafnhildur Einarsdóttir, Sóley Frostadóttir Yannier Jökull Oviedo auk gestakennara.

Verð: 92.000 kr

ATH !

Áður en þú skráir þig í gegnum skráningar takkann hér fyrir neðan inn á SAVI, þarftu að senda umsókn gegnum email fyrir inntökuprufur og vera samþykkt/ur inn í Klassíska Listdansskólann.

Email; info@ballet.is


Undirbúningsnám

Undirbúningsnám fyrir Framhaldsbraut er ný námsleið hjá Klassíska listdansskólanum; spennandi dansnám sem hentar bæði byrjendum og þeim sem ekki hafa náð nægilega miklum grunni í dansi til þess að komast inn á framhaldsbraut en langar í krefjandi dansnám. Námið er þá nokkuð sambærilegt og það sem við bjóðum upp á í framhaldsbraut skólans, en farið er vel í grunnatriðin og námið aðlagað að þeim nemendum sem eru í hópnum hverju sinni.

Nemendur í undirbúningsnámi eru í það minnsta í tímum 15 klst. á viku en reikna má með að bætist við aukatímar og verkefni utan hefðbundinnar stundatöflu. Lögð er áhersla á að ná tökum á tækninni, og fá nemendur að kynnast klassískum ballet, nútímadansi, samtímadansi og sögulegum dansverkum.

Undirbúningsnámið er ætlað nemendum á aldrinum 14-20 ára það eru þó undantekningar að bæði eldri og yngri stundi þetta nám í þeim tilfellum er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu eða senda e-mail á info@ballet.is.

Kennsla hefst: 26. Ágúst

Staðssetning: Grensásvegur 14

Fjöldi kennsluvikna: 16

Kennarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hrafnhildur Einarsdóttir, Yannier Jökull Oviedo auk gestakennara.

Verð: 87.000 kr.

ATH !

Áður en þú skráir þig í gegnum skráningar takkann hér fyrir neðan inn á SAVI, þarftu að senda umsókn gegnum email fyrir inntökuprufur og vera samþykkt/ur inn í Klassíska Listdansskólann.

Email; info@ballet.is


Opnir Tímar

Dansgarðurinn í samstarfi við KLS býður reglulega upp á opna tíma í Klassískum ballet, Nútímadansi, samtímadansi og spuna.

Þessir tímar eru auglýstir vel á vefsíðunni okkar, fb síðu og instagram.

Þessir tímar eru ætlaðir öllum dönsurum og dansnemum og er boðið upp á tíma fyrir ólíka aldurshópa.


VERÐSKRÁ

Stakur tími á 2.500kr.

Klippikort 6 skipti - 12.500kr.


Nemendur úr öðrum dansskólum

Stakur tími á 2.000kr

Klippikort 6 skipti - 10.000kr


Nemendur í Dansgarðinum

Stakur tími á 1.500kr.

Klippikort 6 skipti - 7.500kr.