Starfsfólk

 

Skólastjóri

Hrafnhildur Einasrdóttir

Hrafnhildur Einarsdóttir tók við skólastjórn Klassíska listdansskólans haustið 2017. Sama ár stofnaði hún Dansgarðinn sem er regnhlífarverkefni sem heldur utan um Klassíska listdansskólann, FWD Youth Company, Dans fyrir alla og Óskandi. Hrafnhildur útskrifaðist með BA í listdansi og danssmíði frá Trinity Laban í London vorið 2009. Hún hefur unnið sem sjálfstæður danslistamaður og danshöfundur, bæði með sín eigin verkefni en einnig hefur hún unnið með danshópum bæði hérlendis og erlendis. Hún er einnig partur af Interferencias research project on performance art. Hrafnhildur hefur setið í stjórn Reykjavík Dance festival frá árinu 2011 en einnig hefur hún setið í stjórn FÍLD- Félags íslenskra listdansara og stjórn Samtaka um danshús. Hrafnhildur hefur kennt lengi við Klassíska listdansskólann, en hún hefur einnig kennt námskeið fyrir börn og fullorðna á Ítlaíu, Svíþjóð, Noregi og Mexíkó. Hrafnhildur brennur fyrir því að byggja upp sterkara danssamfélag á Íslandi og halda áfram að byggja upp menntakerfið í listdansi fyrir börn og unga dansara hérlendis auk þess að auka aðgengi að dansi fyrir almenning og öll börn.

Sími; +354 861-7236 netfang; hrafnhildur@ballet.is

fullsizeoutput_8a.jpeg

fullsizeoutput_87.jpeg

Kennari og Aðstoðarskólastjóri

Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

Ernesto Camilo er fæddur á Kúbu árið 1990. Hann er útskrifaður úr La Escuela Nacional de Arte (Listdansskóli á Kúbu) sem danskennari og dansari. Árið 2008 hóf hann störf við dansflokkinn „Danza Espiral“ á Kúbu. Camilo fór til Mexikó sem kennari og dansari árið 2010. Árið 2011 kom til Íslands þar sem hann tók þátt í mismunandi sýningum og námskeiðum. Árið 2012 vann hann í eitt ár i Point Dansstudíói á Akureyri sem nútimadanskennari. Á þeim tíma vann hann einnig tvö dansverk með Önnu Richardsdóttur, Inanna, Ereskigal, Oggun, Freyja og barnaverk. Árið 2013 hóf hann störf sem nútimadans kennari í Klassiska listdansskólanum síðan og er þar enn. Á þeim tíma Camilo kenndi fyrir Salsaiceland og var boðið að dansa og kenna á tveimur salsacongress í Noregi og í Svíþjóð. Árið 2016 vann Camilo sem danshöfundur og dansari með Forward Youth Company í dansverki hans RITMO. Hann lék í áramótaskaupinu 2016. Camilo hefur unnið sem dasari og leikari fyrir Borgarleikhúsið, Þjóleikhúsið, íslenska Dansflokkinn og íslensku Óperuna. Árið 2019 var hann tilnefndur Leikari ársins í Sögur -Veðlaunahátið Barnanna og dansari ársins á Grímunni.

Sími; +354 896-0930 netfang; ecavleon@icloud.com

Verkefnastjóri

Aude Busson

Aude Busson er verkefnastjóri Dansgarðsins siðan 2017. Þar er Aude að sjá um “Dans fyrir alla” og með markmið að gera dans aðgengilegri. Aude sér um dansfræðsludaga fyrir grunnskólanna, Mjóddamamma, Dansdagur á Barnamenningarhátið, Forward Youth Company og nemendarráð Klassíska Listdansskólans. Aude útskrífaðist með B.A úr sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2011. Hún hafði þar á undan lokið við háskólanám DEUG í leikhús og kvikmyndafræðum frá Háskólanum Rennes II, í Frakklandi, 2001. Frá útskrift, 2011, hefur Aude unnið sem leikstjóri, leiðbeinandi og verkefnastjóri. Hún hefur áhuga á að skapa sýningar og viðburði sem byggjast á þátttöku áhorfenda, þar sem flytjendur eru ekki atvinnumenn eða eru fyrir/með börnum.  Hún hefur unnið með nokkrum sviðslistahópum og einnig að eigin listaverkum, til dæmis Ég elska Reykjavík, fjölskyldu göngusýning, 2014. Aude hefur siðan 2013 verið í stjórn Assitej á Íslandi. Hún hefur tekið að sér listrænni stjórnun Ungi hátiðinni árið 2014 og fékk fyrir það tilnefningu til Menningarverðlauna DV.  Aude var líka verkefnastjóri fyrir Unglingurinn í RDF frá 2014-2016.
 
Aude.jpg
 

fullsizeoutput_70.jpeg

Skrifstofa

Ellen Harpa Kristinsdóttir

Ellen hóf dansnám í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005. Eftir það tók við eitt ár á nútímabraut í Klassíska listdansskólanum og þaðan lá leið hennar til London þar sem hún lauk BA-prófi frá Trinity Laban, 2010. Síðan þá hefur hún skipulagt dansnámskeið og sýningar víðsvegar. Hún kennir ballet, nútímadans og skapandi dans. Árið 2018 útskrifaðist hún með MA-gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.


Kennari

Yannier Oviedo

Yannier Oviedo er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa ballet 8 ára og vann meðal annars til silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem balletdansari og kennari frá Ena háskólanum í Havana árið 2010 og var hann ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn af stórum hóp dansara til að dansa í Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um gervallan heim. Yannier hefur verið á Íslandi síðan 2013, kennt ballet í nokkrum skólum, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.


Kennari

Díana Rut Kristinsdóttir

Díana er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 af sviðlistabraut með áherslu á samtímadans. Frá útskrift hefur hún unnið við mjög fjölbreytt verkefni, allt frá því að vera danshöfundur tónlistarmyndbanda til þess að koma fram í þverfaglegum sviðslistasýningum og danssýningum. Samhliða hefur hún kennt samtímadanstækni í Listaháskólanum, Klassíska listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. Díana starfaði einnig um tíma sem yfirþjálfari í bardagaíþróttafélaginu Mjölni þar sem hún sá um kennslu í hreyfiflæði.

fullsizeoutput_74.jpeg

fullsizeoutput_72.jpeg

Kennari

Sóley Frostadóttir

Sóley Frostadóttir útskrifaðist með BA í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands 2017. Einnig stundaði hún nám við SEAD í Salzburg og Northern Ballet School í Manchester. Árið 2016 sýndi hún verkið Birting. Eitthvað um tíma var frumsýnt í maí 2017 í Smiðjunni. Árið 2017 aðstoðaði Sóley danshöfundinn Sögu Sigurðardóttur og Marmarabörn. Hún kom fram í verkinu A Guide to the Perfect Human í Tjarnarbíói 2017. Innsetningin hennar A Discourse on Embodiment var sett upp á Choreo-Talks í Mengi á Reykjavik Dance Festival í Ágúst 2017. Vorið 2019 kom hún fram í verkinu Woman Landscape: Takeover í Tjarnarbíói. Nýjasta verkið hennar Litmynd var sýnt á Barnamenningarhátíð 2019. Fjallað verður um verkin hennar í heimildamynd eftir Niki Noves 2019. Samhliða því að vinna sem danshöfundur og dansari hefur Sóley kennt ballett síðan 2013 sem og danssmíði og listdanssögu, bæði hjá Dansgarðinum og Kramhúsinu. Hún sótti ballettkennara námskeið hjá Central Pennsylvania Youth Ballet.

https://www.soleyfrostadottir.com/


Kennari

Anna Kolfinna Kuran

Anna Kolfinna Kuran er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Eftir útskrift hefur hún unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við aðra eða að eigin verkefnum bæði sem höfundur og flytjandi. Verk hennar taka á sig ólíkar myndir þar sem flæði milli miðla, greina og aðferða er greinilegt, megin áherslan liggur þó í því sjónræna og líkamlega. Gegnumgangandi þemu í verkum hennar eru að rannsaka viðfangsefni sem við koma líkama konunnar og samtíma femínisma. Anna Kolfinna er meðal stofnenda sviðslistahópanna Dætur og Kraftverk sem unnið hafa að ýmsum sýningum síðustu ár. Undanfarin þrjú ár hefur Anna Kolfinna einblínt á persónulegt verkefni sem ber titilinn Konulandslag þar sem hún rannsakar tengsl milli kyns og rýmis. Auk þessa verkefnis hefur Anna Kolfinna einnig fengist við samstarfsverkefni við aðra listamenn, þar á meðal kom hún fram sem flytjandi í verkinu Atómsstjarna sem sýnt var í Ásmundarsal á Listahátíð 2018 og samdi verkið Allar mínar systur fyrir ungmennadansflokkinn Forward Youth Company sem sýnt var á hátíðinni Únglingurinn í Hafnarhúsinu 2018. Vorið 2017 lauk hún fræðilegu meistaranámi við NYU í performance fræðum (e. performance studies).

fullsizeoutput_6e.jpeg

fullsizeoutput_7d.jpeg

Kennari

Hildur Björk Möller

Hildur Björk hóf störf hjá Klassíska listdansskólanum árið 2009 og hefur aðallega verið með táskókennslu ásamt því að kenna klassískan ballet. Hildur hefur í gegnum tíðina kennt flestöllum aldurshópum. Hún hefur verið að kenna nemendum sem eru að taka sín fyrstu skref á táskóm og þeim sem eru lengra komnir. Hildur Björk er fyrrum nemandi Klassíska listdansskólans og útskrifaðist þaðan árið 2009. Árið 2010 tók hún þátt í balletsýningu í London með National Youth Ballet. Hildur Björk hefur kennt ballet samhliða háskólanámi og vinnu í gegnum árin. Hún hefur lokið B.Sc. í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.A. í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hildur Björk hefur unun af því að kenna og nýtur þess að sjá framfarir nemenda sinna.


Kennari

Katla Þórarinsdóttir

Katla lærði og þjálfaði líkama sinn í klassískum ballet frá barnæsku og hóf snemma að kenna undir leiðsögn Guðbjargar Asdridar Skúladóttur stofnenda Klassíska listdansskólans. Kennslan átti hug hennar allan og útskrifaðist hún frá Kennaraháskólanum 2001. Síðar þegar Katla uppgvötðai nútímadans lá leið hennar í Laban Trinity, London þar sem hún útskrifaðist af masterstigi í dansi og kennslu 2006. Síðan þá hefur hún unnið sem atvinnudansari, danshöfundur og danskennari. Katla stofnaði dansflokkinn Dari Dari Dance Company og framleiddi og sýndi með þeim þrjú fullgerð verk sem öll voru sýnd á danshátíðum víðsvegar um Evrópu. Þrátt fyrir þessa velgegni sló alltaf hjarta trúðsins í líkama nútímadansarans. Þegar Katla vann á Ítalíu sem dansari kynntist hún sirkusnum betur og leið ekki á löngu þar til hún var farin að skína skært á stæðstu götulistahátíðum í Evrópu sem jafnvægis akróbati og loftfimleikadansari. Árið 2009 stofnaði hún Sirkus Íslands ásamt öðrum og stýrði þeim hóp þar til 2012 þegar hún ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. Árið 2015 byrjaði hún að vinna með Fidget Feet írskum loftfimleika og sirkus flokki að verkinu Fjaðrafok sem framleitt var í samstarfi við Bíbí og Blaka. Síðan þá hefur verkið vafið upp á sig og hefur þegar verið sýnt yfir 100 sinnum í 10 löndum. Katla hefur unun að því að kenna og hefur kennt við Klassíska listdanssdólann nú Dansgarðinum í yfir 20 ár og hlakkar alltaf jafn mikið til að taka á móti nýjum hópi nemenda að hausti og fá að fylgja þeim um heim dansins.

fullsizeoutput_68.jpeg

fullsizeoutput_76.jpeg

Kennari

Alma Kristín Ólafsdóttir

Alma Kristín hóf balletnám sitt í Klassíska listdansskólanum, árið 2000, þá fjögurra ára gömul. Hún útskrifaðist af framhaldsbraut skólans árið 2012. Árið 2016 var danshópurinn FWD Youth Company stofnaður og hefur Alma Kristín verið meðlimur síðan þá. Hún hefur kennt klassískan ballet við skólann síðan árið 2015. Alma Kristín hefur sótt sumarnámskeið erlendis, bæði í Kaupmannahöfn og London. Nú stundar hún nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands ásamt því að starfa á hjartadeild Landspítalans.


Kennari

Andrea Urður Hafsteinsdóttir

Andrea Urður hóf balletnám sitt við Balletskóla Sigríðar Ármann þegar hún var fjögurra ára gömul. 9 ára færði hún sig yfir í Listdansskóla Íslands og hefur dansað með FWD Youth Company frá árinu 2017. Andrea byrjaði að kenna ballet árið 2014 í Klifinu sem er skapandi setur fyrir ýmis listnámskeið, þar kenndi hún nemendum á aldrinum 3-7 ára. Sumarið 2016 skipulagði Andrea og stjórnaði skapandi námskeiði fyrir börn á aldrinum 5- 12 ára þar sem lögð var mikil áhersla á skapandi dans ásamt öðrum listgreinum. Síðastliðið haust byrjaði Andrea að kenna í forskólanum hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Andrea Urður er einnig nemi í lögfræði við Háskóla Íslands.

fullsizeoutput_7a.jpeg

66389315_2465665160377429_6101119911482884096_n.jpg

Kennari

Sara Katrín Kristjánsdóttir

Sara Katrín er fædd og uppalin í Reykjavík og byrjaði 5 ára gömul í ballet hjá Eddu Scheving. Seinna færði hún sig yfir í fimleika og æfði þá með fimleikafélagi Gerplu í nokkur ár. Á unglingsaldri snéri hún sér aftur að ballett hjá Klassíska listdansskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2011 af nútímabraut. Sara Katrín kennir 3 til 7 ára börnum ballet og samtímadans hjá Klassíska listdansskólanum og hefur gert síðan árið 2014. Einnig kenndi hún samtímadans í leikskólum árið 2018 í gegnum Dansgarðinn. Árið 2015 vann hún hjá Hreyfingu í 2 ár sem hópatímakennari og kenndi þar hópatíma allt frá Zumba yfir í styrktar- og þrektíma. Á svipuðum tíma öðlaðist hún einnig Zumba og Zumba-kids réttindi. Árið 2017 lauk hún B.Sc gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfar nú sem íþrótta- og heilsufræðingur í Heilsuborg. Að auki æfir Sara Katrín Crossfit og langhlaup og stefnir á að hlaupa Laugaveginn 2019 (ofur maraþon - 55 km.) annað árið í röð ásamt því að stefna á burtfarapróf í píanóleik við fyrsta tækifæri.


Kennari

Bjartey Elín Hauksdóttir

Þetta er Bjartey. Hún er 19 ára gömul og hefur æft dans frá 5 ára aldri. Þá byrjaði hún í Klassíska listdansskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2016. Haustið eftir útskrift fór hún ekki langt út fyrir veggi skólans en þá byrjaði hún í FWD sem er ungmennadansflokkur sem starfar einnig innan Dansgarðsins. Hún hefur verið þar síðan en hún er einmitt ein af þeim sem stofnuðu hópinn í upphafi. Hún stundar nú nám á samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands ásamt því að vera í FWD. Hún sér um kennslu í grunndeild og kennir einnig táskó á framhaldsbraut við Klassíska listdansskólan. Hún hefur því aldei yfirgefið skólann síðan hún kom þangað fyrst 5 ára gömul.

fullsizeoutput_78.jpeg