Klassíski ListdansSkólinn

 

Klassíski listdansskólinn (KLS) er faglegur listdansskóli sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins, hann fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir gæða leiðsögn. Klassíski listdansskólinn býður upp á klassíska listdanskennslu, nútímadans, samtímadans og skapandi dans fyrir nemendur frá 3 ára aldri. Skólinn skiptist í forskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastig. KLS leggur áherslu á tækni og þjálfun nemenda, sköpun, jafnfram því að kynna þau fyrir sögu dansins og nýjar þróanir á sviði dansins. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er lykil þáttur í starfi skólans.

Skólinn var stofnaðu af Guðbjörgu Astrid Skúladóttur sem hóf starfssemina í janúar 1994. Hrafnhildur Einarsdóttir tók við stjórn skólans haustið 2017, aðstoðarskólastjóri er Ernesto Camilo Aldazabal Valdes og verkefnastjóri er Aude Busson.

Klassíski listdansskólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá sem er samþykkt af ráðuneytinu, sem gefur nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra.

Starfsemi Klassíska listdansskólans er að Álfabakka 14a og Grensásvegi 14. Skólinn vinnur í nánu samstarfi við dansskólann Óskandi sem er staðsettur á Eiðistorgi.

Skrifstofan er staðsett að Grensásvegi og er opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 14:00

( Hér má lesa meira um fyrrverandi nemendur KLS )

 

ATH !

Ef sóst er eftir inngöngu á framhaldsbraut eða undirbúningsnám:

Áður en þú skráir þig í gegnum skráningar takkann hér fyrir neðan inn á SAVI, þarftu að senda umsókn gegnum email fyrir inntökuprufur

og vera samþykkt/ur inn í Klassíska Listdansskólann.

Email; info@ballet.is