top of page
KLS_LOGO_BLACK vef.png

Starfsfólk 

Stjórnedur KLS

Screenshot 2020-07-27 at 11.17.35.png

Hrafnhildur Einarsdóttir

Skólastjóri

Hrafnhildur Einarsdóttir tók við skólastjórn Klassíska listdansskólans haustið 2017. Sama ár stofnaði hún Dansgarðinn sem er regnhlífarverkefni sem heldur utan um Klassíska listdansskólann, FWD Youth Company, Dans fyrir alla og Óskandi. Hrafnhildur útskrifaðist með BA í listdansi og danssmíði frá Trinity Laban í London vorið 2009. Hún hefur unnið sem sjálfstæður danslistamaður og danshöfundur, bæði með sín eigin verkefni en einnig hefur hún unnið með danshópum bæði hérlendis og erlendis. Hún er einnig partur af Interferencias research project on performance art. Hrafnhildur hefur setið í stjórn Reykjavík Dance festival frá árinu 2011 en einnig hefur hún setið í stjórn FÍLD- Félags íslenskra listdansara og stjórn Samtaka um danshús. Hrafnhildur hefur kennt lengi við Klassíska listdansskólann, en hún hefur einnig kennt námskeið fyrir börn og fullorðna á Ítlaíu, Svíþjóð, Noregi og Mexíkó. Hrafnhildur brennur fyrir því að byggja upp sterkara danssamfélag á Íslandi og halda áfram að byggja upp menntakerfið í listdansi fyrir börn og unga dansara hérlendis auk þess að auka aðgengi að dansi fyrir almenning og öll börn.

Screenshot 2020-07-27 at 11.23.32.png

Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

Aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri nútímalistdansbrautar og kennari

Ernesto Camilo er fæddur á Kúbu árið 1990. Hann er útskrifaður úr La Escuela Nacional de Arte (Listdansskóli á Kúbu) sem danskennari og dansari. Árið 2008 hóf hann störf við dansflokkinn „Danza Espiral“ á Kúbu. Camilo fór til Mexikó sem kennari og dansari árið 2010. Árið 2011 kom til Íslands þar sem hann tók þátt í mismunandi sýningum og námskeiðum. Árið 2012 vann hann í eitt ár i Point Dansstudíói á Akureyri sem nútíma danskennari. Á þeim tíma vann hann einnig tvö dansverk með Önnu Richardsdóttur, Inanna, Ereskigal, Oggun, Freyja og barnaverk. Árið 2013 hóf hann störf sem nútímadans kennari í Klassíska listdansskólanum síðan og er þar enn. Á þeim tíma Camilo kenndi fyrir Salsaiceland og var boðið að dansa og kenna á tveimur salsacongress í Noregi og í Svíþjóð. Árið 2016 vann Camilo sem danshöfundur og dansari með Forward Youth Company í dansverki hans RITMO. Hann lék í áramótaskaupinu 2016. Camilo hefur unnið sem dansari og leikari fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, íslenska Dansflokkinn og íslensku Óperuna. Árið 2019 var hann tilnefndur Leikari ársins í Sögur -Verðlaunahátíð Barnanna og dansari ársins á Grímunni.

 

Netfang: camilo@ballet.is

Sími: +354 896-0930

Screenshot 2020-07-27 at 11.28.49.png

Yannier Oviedo

Deildarstjóri klassískulistdansbrautar og kennari

Yannier Oviedo er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa ballet 8 ára og vann meðal annars til silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem balletdansari og kennari frá Ena háskólanum í Havana árið 2010 og var hann ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn af stórum hóp dansara til að dansa í Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um gervallan heim. Yannier hefur verið á Íslandi síðan 2013, kennt ballet í nokkrum skólum, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Screenshot 2020-07-27 at 11.43.26.png

Katla Þórarinsdóttir

Deildarstjóri grunnnáms og forskóla, og kennari

Katla lærði og þjálfaði líkama sinn í klassískum ballet frá barnæsku og hóf snemma að kenna undir leiðsögn Guðbjargar Asdridar Skúladóttur stofnenda Klassíska listdansskólans. Kennslan átti hug hennar allan og útskrifaðist hún frá Kennaraháskólanum 2001. Síðar þegar Katla uppgvötðai nútímadans lá leið hennar í Laban Trinity, London þar sem hún útskrifaðist af masterstigi í dansi og kennslu 2006. Síðan þá hefur hún unnið sem atvinnudansari, danshöfundur og danskennari. Katla stofnaði dansflokkinn Dari Dari Dance Company og framleiddi og sýndi með þeim þrjú fullgerð verk sem öll voru sýnd á danshátíðum víðsvegar um Evrópu. Þrátt fyrir þessa velgegni sló alltaf hjarta trúðsins í líkama nútímadansarans. Þegar Katla vann á Ítalíu sem dansari kynntist hún sirkusnum betur og leið ekki á löngu þar til hún var farin að skína skært á stæðstu götulistahátíðum í Evrópu sem jafnvægis akróbati og loftfimleikadansari. Árið 2009 stofnaði hún Sirkus Íslands ásamt öðrum og stýrði þeim hóp þar til 2012 þegar hún ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. Árið 2015 byrjaði hún að vinna með Fidget Feet írskum loftfimleika og sirkus flokki að verkinu Fjaðrafok sem framleitt var í samstarfi við Bíbí og Blaka. Síðan þá hefur verkið vafið upp á sig og hefur þegar verið sýnt yfir 100 sinnum í 10 löndum. Katla hefur unun að því að kenna og hefur kennt við Klassíska listdanssdólann nú Dansgarðinum í yfir 20 ár og hlakkar alltaf jafn mikið til að taka á móti nýjum hópi nemenda að hausti og fá að fylgja þeim um heim dansins.

Screenshot 2020-07-27 at 11.31.29.png

Aude Busson

Verkefnastjóri

Aude Busson er verkefnastjóri Dansgarðsins siðan 2017. Þar er Aude að sjá um “Dans fyrir alla” og með markmið að gera dans aðgengilegri. Aude sér um dansfræðsludaga fyrir grunnskólanna, Mjóddamamma, Dansdagur á Barnamenningarhátið, Forward Youth Company og nemendarráð Klassíska Listdansskólans. Aude útskrífaðist með B.A úr sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2011. Hún hafði þar á undan lokið við háskólanám DEUG í leikhús og kvikmyndafræðum frá Háskólanum Rennes II, í Frakklandi, 2001. Frá útskrift, 2011, hefur Aude unnið sem leikstjóri, leiðbeinandi og verkefnastjóri. Hún hefur áhuga á að skapa sýningar og viðburði sem byggjast á þátttöku áhorfenda, þar sem flytjendur eru ekki atvinnumenn eða eru fyrir/með börnum.  Hún hefur unnið með nokkrum sviðslistahópum og einnig að eigin listaverkum, til dæmis Ég elska Reykjavík, fjölskyldu göngusýning, 2014. Aude hefur siðan 2013 verið í stjórn Assitej á Íslandi. Hún hefur tekið að sér listrænni stjórnun Ungi hátiðinni árið 2014 og fékk fyrir það tilnefningu til Menningarverðlauna DV.  Aude var líka verkefnastjóri fyrir Unglingurinn í RDF frá 2014-2016.Netfang: dansgardurinn@gmail.com

Screenshot 2020-07-27 at 11.33.16.png

Ellen Harpa Kristinsdóttir

Skrifstofa

Ellen hóf dansnám í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005. Eftir það tók við eitt ár á nútímabraut í Klassíska listdansskólanum og þaðan lá leið hennar til London þar sem hún lauk BA-prófi í listdansi frá Trinity Laban, 2010. Síðan þá hefur hún skipulagt dansnámskeið og sýningar víðsvegar. Hún kennir ballet, nútímadans og skapandi dans. Árið 2018 útskrifaðist hún með MA-gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.

 

Netfang: info@ballet.is

Kennarar- skólaárið 2022-2023

Copia Canva di DSG_DancerOnly.png

Alexey S. Mandrikov

Kennari

2001 lauk Bolshoi ballettakademíunni sem ballettdansari. Dansaði í leikhúsi klassíska ballettsins Kasatkina og Vasilev. Atlantic ballet theatre í Kanada. Rahvusooper Eistland. Og var gesta sóló dansari fyrir marga dansflokka í heiminum. 2009 lauk Bolshoi ballettakademíunni sem ballettkennari/danshöfundur. Var kennari í mörgum skólum í Rússlandi, Japan, Portúgal. Hélt meistaranámskeið í öðrum löndum um allan heim.

Copia Canva di DSG_DancerOnly.png

Emma Eyþórsdóttir

Kennari

Emma

Screenshot 2020-07-27 at 15.12.09.png

Eydís Rose Vilmundardóttir

Kennari

Eydís Rose Vilmundardóttir er sjálfstætt starfandi dansari og listamaður. Hún útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún tók sér árspásu frá náminu á Íslandi til að stunda dansleikhúsnám í Englandi 2014-2015 undir stjórn Jasmin Vardimon Company. Hún hefur fengið þann heiður að vinna með listamönnum á borð við Jasmin Vardimon, Athanasia Kanellopoulou, Marilena Dara, Mafalda Deville, Sögu Sigurðardóttur og Lucie Vigneault.

Screenshot 2020-07-27 at 11.35.50.png

Hrund Elíasdóttir

Kennari

Hrund Elíasdóttir hefur starfað hjá Klassíska Listdansskólanum frá árinu 2013. Hún kennir ballett og hefur kennt öllum aldurshópum. Hrund hóf ballettnám 5 ára gömul hjá Ballettskóla Eddu Scheving og flutti sig yfir í Klassíska Listdansskólann 16 ára gömul, en hún útskrifaðist þaðan af Listdansbraut árið 2010. Einnig stundaði hún nám við l‘Académie Américaine de Danse de Paris í Frakklandi. Samhliða kennslunni er hún með BA gráðu í bókmenntafræði og frönsku frá Háskóla Íslands. Hún sótti ballettkennara námskeið hjá Central Pennsylvania Youth Ballet sumarið 2017 og var hluti af FWD youth company veturinn 2017-18.

Asmundardottir.Iris.jpeg

Íris Ásmundardóttir

Kennari

Eftir útskrift af klassískri listdansbraut frá Listdansskóla Íslands, meðfram opinni braut hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð, hélt Íris út til London til þess að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. Þar fékk hún meðal annars tækifæri til að sýna í Royal Opera House og vinna með danshöfundum á borð við Julie Cunningham, Kim Brandstrup, Cameron McMillan og Vidya Patel. Íris útskrifaðist frá Rambert með ‘First Class BA Hons Degree’ sumarið 2021. Nýverið kláraði hún mastersnám í ‘performance and professional practices’ þar sem hún dansaði með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester undir listrænni stjórn Joss Arnott. Þar fór hún á sýningaferðalag um Bretland, og sýndi ný verk eftir Kevin Finnan, Gosia Mielech og Vidya Patel, ásamt enduruppsetningu á dansverkinu Wild Shadows eftir Joss Arnott. Íris hefur einnig fengið inngöngu í og sótt sumarnámskeið hjá Boston Ballet, American Ballet Theatre, Alonzo King LINES Ballet og Mark Bruce Company. 

Sumarið 2021 öðlaðist Íris kennararéttindi í ‘barre’ styrktarþjálfun frá The Barre Collective í London.

Screenshot 2020-07-27 at 14.55.04.png

Sara Katrín Kristjánsdóttir

Kennari

Sara Katrín er fædd og uppalin í Reykjavík og byrjaði 5 ára gömul í ballet hjá Eddu Scheving. Seinna færði hún sig yfir í fimleika og æfði þá með fimleikafélagi Gerplu í nokkur ár. Á unglingsaldri snéri hún sér aftur að ballett hjá Klassíska listdansskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2011 af nútímabraut. Sara Katrín kennir 3 til 7 ára börnum ballet og samtímadans hjá Klassíska listdansskólanum og hefur gert síðan árið 2014. Einnig kenndi hún samtímadans í leikskólum árið 2018 í gegnum Dansgarðinn. Árið 2015 vann hún hjá Hreyfingu í 2 ár sem hópatímakennari og kenndi þar hópatíma allt frá Zumba yfir í styrktar- og þrektíma. Á svipuðum tíma öðlaðist hún einnig Zumba og Zumba-kids réttindi. Árið 2017 lauk hún B.Sc gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfar nú sem íþrótta- og heilsufræðingur í Heilsuborg. Að auki æfir Sara Katrín Crossfit og langhlaup og stefnir á að hlaupa Laugaveginn 2019 (ofur maraþon - 55 km.) annað árið í röð ásamt því að stefna á burtfarapróf í píanóleik við fyrsta tækifæri.

Screenshot 2020-07-27 at 11.39.07.png

Sóley Frostadóttir

Kennari

Sóley Frostadóttir útskrifaðist með BA í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands 2017. Einnig stundaði hún nám við SEAD í Salzburg og Northern Ballet School í Manchester. Í MA námi sínu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu hóf hún útgáfu á nýju tímariti um kóreografíu og gjörningalist.Innsetningin hennar A Discourse on Embodiment var sett upp á Choreo-Talks í Mengi á Reykjavik Dance Festival 2017. Videoverk hennar Litmynd var sýnt á Barnamenningarhátíð 2019. Verkið Seremónía 1 var sýnt í Midpunkt, á Gerðarsafni og á jólasýningunni í Ásmundarsal 2019. Nýjasta verk hennar Festa var sýnt í Febrúar 2020 á Listasafni Reykjavíkur. Samhliða því að vinna sem danshöfundur og dansari hefur Sóley kennt ballett síðan 2013 sem og danssmíði og listdanssögu, bæði hjá Dansgarðinum og Kramhúsinu. Hún sótti ballettkennara námskeið hjá Central Pennsylvania Youth Ballet.

 

https://www.soleyfrostadottir.com/

Copia Canva di DSG_DancerOnly.png

Tersa María Era

Kennari

Teresa

Headshot Yelena by Leifur Wilberg Orrason.jpg

Yelena Arakelow

Kennari

Yelena Arakelow, fædd 1993 í Zürich (CH) er danslistakona á uppleið og hefur aðsetur í Reykjavík (IS) síðan 2015. Hún er með BA gráðu í listdansi frá Listaháskóla Íslands.

 

Þverfaglegt verk hennar um líkamlega tilveru og eftirvæntingu í dansi hefur verið sýnt í Listasafni Reykjanesbæjar (2021), flutt á  UNM Iceland (2022), Plöntutið (2021) sýningu Tanzhaus Zürich (2020), Nuuk Nordic (2021) og International Dance Festival Lettlandi. (2020). Hún starfar sem dansari hjá Steinunni Ketilsdóttur og er prófessor í spuna við Listaháskóla Íslands.

y.arakelow@gmail.com
https://yelenaarakelow.com/
https://www.instagram.com/sthwhateverornot/

Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Kennarar sem hafa starfað hjá KLS

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 11.45.24.png

Alma Kristín Ólafsdóttir

Kennari

Alma Kristín hóf balletnám sitt í Klassíska listdansskólanum, árið 2000, þá fjögurra ára gömul. Hún útskrifaðist af framhaldsbraut skólans árið 2012. Árið 2016 var danshópurinn FWD Youth Company stofnaður og hefur Alma Kristín verið meðlimur síðan þá. Hún hefur kennt klassískan ballet við skólann síðan árið 2015. Alma Kristín hefur sótt sumarnámskeið erlendis, bæði í Kaupmannahöfn og London. Nú stundar hún nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands ásamt því að starfa á hjartadeild Landspítalans.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 11.47.04.png

Andrea Urður Hafsteinsdóttir

Kennari

Andrea Urður hóf balletnám sitt við Balletskóla Sigríðar Ármann þegar hún var fjögurra ára gömul. 9 ára færði hún sig yfir í Listdansskóla Íslands og hefur dansað með FWD Youth Company frá árinu 2017. Andrea byrjaði að kenna ballet árið 2014 í Klifinu sem er skapandi setur fyrir ýmis listnámskeið, þar kenndi hún nemendum á aldrinum 3-7 ára. Sumarið 2016 skipulagði Andrea og stjórnaði skapandi námskeiði fyrir börn á aldrinum 5- 12 ára þar sem lögð var mikil áhersla á skapandi dans ásamt öðrum listgreinum. Haustið 2019 byrjaði Andrea að kenna í forskólanum hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins, núna Óskandi, og í grunnnáminu hjá Klassíska listdansskólanum. Andrea Urður er einnig nemi í lögfræði við Háskóla Íslands.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 11.40.29.png

Anna Kolfinna Kuran

Kennari

Anna Kolfinna Kuran er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Eftir útskrift hefur hún unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við aðra eða að eigin verkefnum bæði sem höfundur og flytjandi. Verk hennar taka á sig ólíkar myndir þar sem flæði milli miðla, greina og aðferða er greinilegt, megin áherslan liggur þó í því sjónræna og líkamlega. Gegnumgangandi þemu í verkum hennar eru að rannsaka viðfangsefni sem við koma líkama konunnar og samtíma femínisma. Anna Kolfinna er meðal stofnenda sviðslistahópanna Dætur og Kraftverk sem unnið hafa að ýmsum sýningum síðustu ár. Undanfarin þrjú ár hefur Anna Kolfinna einblínt á persónulegt verkefni sem ber titilinn Konulandslag þar sem hún rannsakar tengsl milli kyns og rýmis. Auk þessa verkefnis hefur Anna Kolfinna einnig fengist við samstarfsverkefni við aðra listamenn, þar á meðal kom hún fram sem flytjandi í verkinu Atómsstjarna sem sýnt var í Ásmundarsal á Listahátíð 2018 og samdi verkið Allar mínar systur fyrir ungmennadansflokkinn Forward Youth Company sem sýnt var á hátíðinni Únglingurinn í Hafnarhúsinu 2018. Vorið 2017 lauk hún fræðilegu meistaranámi við NYU í performance fræðum (e. performance studies).

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 15.10.30.png

Bjartey Elín Hauksdóttir

Kennari

Þetta er Bjartey. Hún er 19 ára gömul og hefur æft dans frá 5 ára aldri. Þá byrjaði hún í Klassíska listdansskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2016. Haustið eftir útskrift fór hún ekki langt út fyrir veggi skólans en þá byrjaði hún í FWD sem er ungmennadansflokkur sem starfar einnig innan Dansgarðsins. Hún hefur verið þar síðan en hún er einmitt ein af þeim sem stofnuðu hópinn í upphafi. Hún stundar nú nám á samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands ásamt því að vera í FWD. Hún sér um kennslu í grunndeild og kennir einnig táskó á framhaldsbraut við Klassíska listdansskólan. Hún hefur því aldei yfirgefið skólann síðan hún kom þangað fyrst 5 ára gömul.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

mynd 3 .jpg

Díana Rut Kristinsdóttir

Kennari

Díana Rut er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 af sviðlistabraut með áherslu á samtímadans. Frá útskrift hefur hún unnið við mjög fjölbreytt verkefni, allt frá því að vera danshöfundur tónlistarmyndbanda til þess að koma fram í þverfaglegum sviðslistasýningum og danssýningum. Meðal tónlistarmyndbandaþar sem Díana hefur verið danshöfundur eru Samaris („Wanted 2 say“) og Seven Lions Creation featuring Vök. Samhliða hefur hún kennt samtímadans í Listaháskóla Íslands, Klassíska listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. Díana starfaði einnig um tíma sem yfirþjálfari í bardagaíþróttafélaginu Mjölni þar sem hún sá um kennslu í hreyfiflæði. Á síðasta ári festi Díana Rut kaup á stórum sveitabæ á Suður-Sjálandi í Danmörku ásamt manni sínum Erlendi sem er klíniskur sálfræðingur, þar ætla þau að sameina sérsvið sín til að skaparannsóknarvettvang fyrir listir, geðrækt og hreyfingu.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 15.14.42.png

Guðrún Svava Kristinsdóttir

Kennari

Guðrún Svava Kristinsdóttir er útskrifaður dansari og danskennari frá the Martha Graham School of Contemporary dance í New York borg, hún er ein af fáum kennurum með þessi réttindi í Evrópu. Guðrún Svava var einnig dansari með Graham II, nemendadansflokks Martha Graham Dance Company sem hún þjálfaði einnig með.
Guðrún Svava er einnig yogakennari og Pilateskennari og leggur sérstaka áherslu á góða og rétta beitingu líkamans út frá líkamsbyggingu hvers og eins, en hún hefur sótt fjöldamörg námskeið í hvernig á að fyrirbyggja og endurhæfa meiðsli með dansara í huga.
Guðrún Svava hefur undanfarin ár kennt og byggt upp sín eigin námskeið við Listaháskóla Íslands í leikaradeild, dansdeild og tónlistardeild, og samdi meðal annars sérstakt námskeið í líffærafræði fyrir dansara sem hún hefur kennt fyrir alla árganga frá 2013.
Guðrún Svava er einnig verkfræðingur að mennt og er nýlega útskrifuð frá Cornell University í New York með dual MS í Information Science og Information Systems.
Vegna fjölbreytilegrar reynslu sinnar innan tækni- og listageirans leggur hún mikið uppúr því á  sínum námskeiðum að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín andlega, líkamlega og vitsmunalega.
Guðrún Svava leggur mikið uppúr tæknilegri þróun dansara og nýtir í því samhengi áralangra reynslu frá New York. Hún leggur einnig áherslu á takt- og tónlistarnæmni nemenda sinna í bland við framkomu og leikræna tjáningu danssins. 

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

raskportrett.jpg

Gígja Jónsdóttir

Kennari

Gígja Jónsdóttir er danshöfundur, danskennari og myndlistarkona. Hún útskrifaðist af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013, stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 2015-2016 og lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Art Institute vorið 2018 þar sem hún einbeitti sér að gjörninga- og videólist. Gígja hefur tekið þátt í
fjölda sýninga hérlendis og sýnt verk sín á Reykjavík Dance Festival, LungA listahátíð, Act Alone, í Mengi, Tjarnarbíói, Harbinger gallery, Listasafni Reykjavíkur, Midpunkt o.fl. Samstarfssýning hennar og Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttur, A Guide to the Perfect Human var tilnefnd til Grímuverðlauna sem Sproti ársins árið 2017. Þátttökusýning hennar WikiHow to Start a Punk Band sem var frumsýnd í Mengi árið 2017 hefur þróast sem pönknámskeið sem Gígja hefur haldið fyrir unglinga, ungar konur, eldri borgara og á næstunni, börn. Gígja hefur kennt nútímadans, klassískan ballett, spuna, skapandi ferli og gjörninga fyrir mismunandi aldurshópa, frá 6 ára upp í fullorðna. Gígja hefur kennt í Dansgarðinn, í Óskandi og Dans fyrir alla, Leynileikhúsinu, og í Listaháskóla Íslands.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Screenshot 2020-07-27 at 11.41.45.png

Hildur Björk Möller

Kennari

Hildur Björk hóf störf hjá Klassíska listdansskólanum árið 2009 og hefur aðallega verið með táskókennslu ásamt því að kenna klassískan ballet. Hildur hefur í gegnum tíðina kennt flestöllum aldurshópum. Hún hefur verið að kenna nemendum sem eru að taka sín fyrstu skref á táskóm og þeim sem eru lengra komnir. Hildur Björk er fyrrum nemandi Klassíska listdansskólans og útskrifaðist þaðan árið 2009. Árið 2010 tók hún þátt í balletsýningu í London með National Youth Ballet. Hildur Björk hefur kennt ballet samhliða háskólanámi og vinnu í gegnum árin. Hún hefur lokið B.Sc. í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.A. í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hildur Björk hefur unun af því að kenna og nýtur þess að sjá framfarir nemenda sinna.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Inga Maren - Lilja Birgisdóttir.jpg

Inga Maren Rúnarsdóttir

Kennari

Inga Maren Rúnarsdóttir er dansari og danshöfundur. Hún hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá 2011 og með öðrum danshöfundum á Íslandi og erlendis. Hún hlaut BA gráðu frá London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi frá David Zambrano auk þess sem hún er menntaður yoga kennari. Inga Maren sýndi nýlega sólóverkið ÆVI og barnaverkið Dagdrauma.

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

11265209_10152967569808823_6833500609219944092_n.jpeg

Ólöf G. Söebech

Kennari

Ólöf G. Söebech stundaði nám við klassíska Listdansskólann og síðar við Codarts Rotterdam (þá Rotterdamse Dansacademie) á danskennarabraut. Hún lauk einnig meistaragráðu í umhverfisfræðum við Vrije Universiteit Brussel. Hún býr yfir fjölbreyttri reynslu hvað varðar menntun, þekkingu og hæfni sem spannar allt frá sviðslistum, kennslu og verkefnastjórn til rannsókna innan háskólasamfélagsins á sviði evrópskrar umhverfisstefnu. Hún starfaði meðal annars sem verkefna og æfingastjóri hjá Íslenska dansflokknum 2004-2006. Í dag starfar hún við Vrije Universiteit Brussel. Ólöf kenndi ballet og nútímadans við KLS frá 1995 til 2005 og hefur verið viðriðin skólann frá því að hann var nýstofnaður. 

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

183333278_472999433777779_961284658875913609_n.jpg

Sæunn Ýr Marinósdóttir

Kennari

Sæunn stundaði nám við Listdansskóla Íslands, lauk stúdentsprófi frá Konunglega Sænska Ballettskólann og útskrifaðist síðan frá Hungarian Dance Academy með BA gráðu í klassískum ballet árið 2010.Sæunn dansaði fyrir Hungarian National Ballet, Dortmund Theater og Peter Schaufuss Balleten. Þar dansaði hún í fjölda verka, m.a. La Bayadère (Petipa), Sleeping Beauty, Nutcracker, Swan Lake, Michael I’m bad, Romeo and Juliet, The King, Manden der ønskede sig en havudsigt (Schaufuss), In the Middle Somewhat Elevated (William Forsythe), Jewels (George Balanchine) og Hamlet (Xin Peng Wang).Á árunum 2011 til 2016 kenndi Sæunn við Listdansskóla Íslands og Klassíska Listdansskólann. Þar kenndi hún nemendum frá 6. stigi og framhaldsbraut, en sáeinnig um uppsetningu sýninga (Klassíski Listdansskólinn), undirbúning fyrir sólókeppnir, auk einkatíma.Frá árinu 2018 hefur Sæunn starfað sem barre- og ballettkennari í Luxemborg. Á þeim tíma lauk hún Barre-réttindum frá Barreworks London (2019) og 200 tíma jógakennaranámi (2020).

Heading 3

Mynd: Lilja Birgisdóttir

IMG_3203.jpeg

Þorbjörg Jónasdóttir

Kennari

Þorbjörg byrjaði að stunda ballett í ballettskóla Sigríðar Ármann. Leiðin lá síðan í Listdansskóla Íslands þar sem hún var í sjö ár og útskrifaðist af grunnskóladeild árið 2018. Henni bauðst síðan þriggja ára skólavist í San Francisco Ballet School. Hún hefur farið á margvísleg sumarnámskeið um ævina líkt og í París, London, Englandi og Bandaríkjunum. 

bottom of page