top of page
KLS_LOGO_BLACK vef.png

Sumarskóli 2021

Framhaldsbraut 16+

Sumarskóli Klassíska listdansskólans býður upp á þrjá áfanga í Klassískum ballet, Nútímadansi og Spuna.
Sumarskólinn er styrktur af Menningar- og menntamálaráðuneytinu og er því frítt fyrir þátttakendur. Staðfestingagjald er 3.000kr. sem er endurgreitt þegar áfanga er lokið.

Sumarskóli 2021 stundatafla.png

Klassískur ballet- KLAD2JN05

KLAD2JN05

Kennt verður í 5 vikur.

 

Áfangalýsing:


Lögð er áhersla á líkamsstöðu, nákvæma líkamsbeitingu og hreyfingar í allar áttir við mismunandi takttegundir tónlistar. Þjálfað er jafnvægi og æfðar hraðar skiptingar frá einum þyngdarpunkti líkamans yfir á annan. Þá er lögð áhersla á stigvaxandi styrk í hoppum og æ flóknari útfærslu á þeim, meira flæði í hreyfingum og samsettum sporum auk mýktar og sveigjanleika. 

Nemendur fá einnig styrktaræfingar, táskó þjálfun/pas de deux og repetoir tíma til að brjóta upp langar æfingar og vinna að verki sem þau geta sýnt í lok áfangans.

Kennarar munu aðlaga áfangann að þeim nemendum sem hann sækja. Hafi nemandi lokið KLAD2JN05 mun kennari útfæra æfingarnar fyrir viðkomandi nemanda svo hægt sé að fá áfangann metinn sem áfanga á hærra hæfniþrepi. Þá verður einnig hægt að aðlaga áfangann að nemendum á nútíma/samtíma listdansbraut.

Kennarar:

183333278_472999433777779_96128465887591

Sæunn Ýr Marinósdóttir
Sæunn stundaði nám við Listdansskóla Íslands, lauk stúdentsprófi frá Konunglega Sænska Ballettskólann og útskrifaðist síðan frá Hungarian Dance Academy með BA gráðu í klassískum ballet árið 2010.
Sæunn dansaði fyrir Hungarian National Ballet, Dortmund Theater og Peter Schaufuss Balleten. Þar dansaði hún í fjölda verka, m.a. La Bayadère (Petipa), Sleeping Beauty, Nutcracker, Swan Lake, Michael I’m bad, Romeo and Juliet, The King, Manden der ønskede sig en havudsigt (Schaufuss), In the Middle Somewhat Elevated (William Forsythe), Jewels (George Balanchine) og Hamlet (Xin Peng Wang).
Á árunum 2011 til 2016 kenndi Sæunn við Listdansskóla Íslands og Klassíska Listdansskólann. Þar kenndi hún nemendum frá 6. stigi og framhaldsbraut, en sá

einnig um uppsetningu sýninga (Klassíski Listdansskólinn), undirbúning fyrir sólókeppnir, auk einkatíma.
Frá árinu 2018 hefur Sæunn starfað sem barre- og ballettkennari í Luxemborg. Á þeim tíma lauk hún Barre-réttindum frá Barreworks London (2019) og 200 tíma jógakennaranámi (2020).

Screenshot 2020-07-27 at 11.28.49.png

Yannier Oviedo

Yannier Oviedo er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa ballet 8 ára og vann meðal annars til silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem balletdansari og kennari frá Ena háskólanum í Havana árið 2010 og var hann ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn af stórum hóp dansara til að dansa í Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um gervallan heim. Yannier hefur verið á Íslandi síðan 2013, kennt ballet í nokkrum skólum, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Nútímadans- NTDA2NR05

NTDA2NR05

Kennt verður í 5 vikur.

 

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er ætlað að efla líkamsvitund og líkamsgreind (intellectual body) og þar með hæfni til að tjá tilfinningar, hugsanir og hugmyndir með hreyfingu. Lögð er áhersla á öndun, líkamsstöðu, líkamsstjórn, notkun þyngdarafls, rýmisskynjun og sjálfsvitund.

Í forgrunni er hugmyndin um fall and rebound (fall og frákast) sbr. José Limón sem og release tækni er byggir á hugmyndafræði frumkvöðlanna Eric Hawkins, Joan Skinner o.fl.

 

Kennari mun aðlaga áfangann að þeim nemendum sem hann sækja. Hafi nemandi lokið NTDA2NR05 mun kennari útfæra æfingarnar fyrir viðkomandi nemanda svo hægt sé að fá áfangann metinn sem áfanga á hærra hæfniþrepi.

Í þessum áfanga bjóðum við upp á mismunandi kennara í hverri viku og í lokin er sýndur afrakstur vikunnar, annaðhvort í sýningarsalnum okkar eða úti á opinberum stað

Kennarar:

mynd 3 .jpg

​Díana Rut Kristinsdóttir
Díana Rut er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 af sviðlistabraut með áherslu á samtímadans. Frá útskrift hefur hún unnið við mjög fjölbreytt verkefni, allt frá því að vera danshöfundur tónlistarmyndbanda til þess að koma fram í þverfaglegum sviðslistasýningum og danssýningum. Meðal tónlistarmyndbanda
þar sem Díana hefur verið danshöfundur eru Samaris („Wanted 2 say“) og Seven Lions Creation featuring Vök. Samhliða hefur hún kennt samtímadans í Listaháskóla Íslands, Klassíska listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. Díana starfaði einnig um tíma sem yfirþjálfari í bardagaíþróttafélaginu Mjölni þar sem hún sá um kennslu í hreyfiflæði. Á síðasta ári festi Díana Rut kaup á stórum sveitabæ á Suður-Sjálandi í Danmörku ásamt manni sínum Erlendi sem er klíniskur sálfræðingur, þar ætla þau að sameina sérsvið sín til að skapa
rannsóknarvettvang fyrir listir, geðrækt og hreyfingu.

Screenshot 2020-07-27 at 11.23.32.png

Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

Ernesto Camilo er fæddur á Kúbu árið 1990. Hann er útskrifaður úr La Escuela Nacional de Arte (Listdansskóli á Kúbu) sem danskennari og dansari. Árið 2008 hóf hann störf við dansflokkinn „Danza Espiral“ á Kúbu. Camilo fór til Mexikó sem kennari og dansari árið 2010. Árið 2011 kom til Íslands þar sem hann tók þátt í mismunandi sýningum og námskeiðum. Árið 2012 vann hann í eitt ár i Point Dansstudíói á Akureyri sem nútíma danskennari. Á þeim tíma vann hann einnig tvö dansverk með Önnu Richardsdóttur, Inanna, Ereskigal, Oggun, Freyja og barnaverk. Árið 2013 hóf hann störf sem nútímadans kennari í Klassíska listdansskólanum síðan og er þar enn. Á þeim tíma Camilo kenndi fyrir Salsaiceland og var boðið að dansa og kenna á tveimur salsacongress í Noregi og í Svíþjóð. Árið 2016 vann Camilo sem danshöfundur og dansari með Forward Youth Company í dansverki hans RITMO. Hann lék í áramótaskaupinu 2016. Camilo hefur unnið sem dansari og leikari fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, íslenska Dansflokkinn og íslensku Óperuna. Árið 2019 var hann tilnefndur Leikari ársins í Sögur -Verðlaunahátíð Barnanna og dansari ársins á Grímunni.

Screenshot 2020-07-27 at 15.12.09.png

Eydís Rose Vilmundardóttir

Eydís Rose Vilmundardóttir er sjálfstætt starfandi dansari og listamaður. Hún útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún tók sér árspásu frá náminu á Íslandi til að stunda dansleikhúsnám í Englandi 2014-2015 undir stjórn Jasmin Vardimon Company. Hún hefur fengið þann heiður að vinna með listamönnum á borð við Jasmin Vardimon, Athanasia Kanellopoulou, Marilena Dara, Mafalda Deville, Sögu Sigurðardóttur og Lucie Vigneault.

Inga Maren - Lilja Birgisdóttir.jpg

Inga Maren Rúnarsdóttir

Inga Maren Rúnarsdóttir er dansari og danshöfundur. Hún hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá 2011 og með öðrum danshöfundum á Íslandi og erlendis. Hún hlaut BA gráðu frá London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi frá David Zambrano auk þess sem hún er menntaður yoga kennari. Inga Maren sýndi nýlega sólóverkið ÆVI og barnaverkið Dagdrauma.

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Spuni- SPDA2MH02

SPDA2MH02

Kennt verður í 4 vikur.

 

Áfangalýsing:

Í áfanganum er spuni notaður til að opna nemendum leiðir til að uppgötva áður óþekkta möguleika í hreyfingu. Nemendur leitast við að kanna hreyfimöguleika líkamans (movement exploration) samhliða því að þjálfa fókus, einbeitingu og úthald í gegnum spuna. Áhersla er á grunnhreyfingar í stað spora í allri vinnu.

 

Kennari mun aðlaga áfangann að þeim nemendum sem hann sækja. Hafi nemandi lokið SPDA2MH02 mun kennari útfæra æfingarnar fyrir viðkomandi nemanda svo hægt sé að fá áfangann metinn sem áfanga á hærra hæfniþrepi.

Kennarar:

raskportrett.jpg

Gígja Jónsdóttir

Gígja Jónsdóttir er danshöfundur, danskennari og myndlistarkona. Hún útskrifaðist af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013, stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 2015-2016 og lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Art Institute vorið 2018 þar sem hún einbeitti sér að gjörninga- og videólist. Gígja hefur tekið þátt í

fjölda sýninga hérlendis og sýnt verk sín á Reykjavík Dance Festival, LungA listahátíð, Act Alone, í Mengi, Tjarnarbíói, Harbinger gallery, Listasafni Reykjavíkur, Midpunkt o.fl. Samstarfssýning hennar og Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttur, A Guide to the Perfect Human var tilnefnd til Grímuverðlauna sem Sproti ársins árið 2017. Þátttökusýning hennar WikiHow to Start a Punk Band sem var frumsýnd í Mengi árið 2017 hefur þróast sem pönknámskeið sem Gígja hefur haldið fyrir unglinga, ungar konur, eldri borgara og á næstunni, börn. Gígja hefur kennt nútímadans, klassískan ballett, spuna, skapandi ferli og gjörninga fyrir mismunandi aldurshópa, frá 6 ára upp í fullorðna. Gígja hefur kennt í Dansgarðinn, í Óskandi og Dans fyrir alla, Leynileikhúsinu, og í Listaháskóla Íslands.

Screenshot 2020-07-27 at 15.17.41.png

Yelena Arakelow

Yelena Arakelow útskrifaðist 2018 með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi danslistamaður.
Í samstarfi við Patrik Kelemen (Ungverjaland) setti hún upp hópspuna verkið Meta_Surge í Búdapest, febrúar 2020.

Í hennar eigin verkum leggur hún áherslu á hvernig hreyfingar sameinast. Hún er heilluð af hreyfanleika dansara. Síðasta sóló verkefnið hennar „got nothing to say“ (vetur 2019) um hreyfanleika texta, var sýnt á Dansverkstæðinu og Studio Loose í Haag.
Eins og stendur er hún búsett í Reykjavík, þar sem hún vinnur að covid-19 spuna verkinu „pleasurable“, er að fara að sýna „Havn’t Crash Landed Yet“ eftir Andreas Brunner á Listasafni Reykjavíkur og kennir hreyfitíma innblásna af Capoeira og dansspuna vinnusmiðjum.

bottom of page