top of page
DFA_LOGO_BLACK vef.png

Verkefni

Commune sense- Movement Guide for the Classroom

Common Sense-8.jpg

​

„Commune sense“ er samstarfsverkefni Dansgarðsins með menntastofnun í Varsjá: LXIX lyceum, Art 2 Buisness og Warsaw Film school er styrkt af EEA Iceland, Liechtenstein & Norway Grants.  Dansgarðurinn hélt tvær vinnustofur þar sem pólskt og íslenskt ungt fólk æfðu saman verk eftir danshöfundana Eydís Rose Vilmundardóttir og Dominika Stróżewska. Verkið var frumsýnt í Varsjá júni 2023.

​

Í „Commune sense“ var einnig unnið að  röð æfinga og leikja sem koma frá sviðslistarkennsluaðferðum og geta verið notuð í reglulegri grunnskólakennslu. Kennslu pakkan inniheldur stutt myndbönd þar sem kennarar og nemendur geta kynnt sér æfingar og prufað þær sjálf í kennslustofunni, í göngutúr eða úti á skólalóðinni. 

​

Kennslupakkinn „Commune sense“ er á ensku og er aðgengilegur hér.

Dans fyrir alla

í leikskólum

23659183_10213236764861187_5514582557865

Dansgarðurinn býður upp á skapandi og skemmtilegar danssmiðjur fyrir leikskólabörn.

Kennslustundin hefur sérstakt dansþema (þyngd, hraða, stefnu, líkamshluta), er 30 - 60 mín og skiptist í fimm hluta (upphitun, könnun á þema, tækni, sköpun, slökun). Það eru tveir danskennarar í hverri kennslustund og kennsluáætlunin eru unnin af Guðrúnu Óskarsdóttur en hún byggir tímana á hugmyndafræði Anne Green Gilbert sem hefur verið áhrifavaldur í danskennslu í skólum í Bandaríkjunum. Dans er einstök tjáning og hefur m.a. jákvæð áhrif á hreyfifærni, félagsfærni, tilfinningaþroska, sköpun, máltöku og byggir upp sjálfstraust.

Veturinn 2017-2018 bauð Dans fyrir alla upp á danskennslu í fjórum leikskólum í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Fyrir frekari upplýsingar um danskennslu í leikskóla, endilega hafið samband: dansgardurinn@gmail.com

Dans fyrir alla

viðburðir

f-94.jpg

Dans fyrir alla stendur einnig að dansviðburðum þar sem áhersla er lögð á að kynna dans fyrir almenningi og gefa ungum dansara athygli og pláss til að sýna. Haustið 2019 hélt Dans fyrir alla hátíðina Mjóddamamma þar sem dansinn yfirtók verslunarmiðstöðina í nokkrar klukkustundir. Vegfarendur á leiðinni í Nettó gátu þá tekið nokkur dansspor eða horft á dansstuttmyndir með croissant og kaffi frá bakaríinu í hendi.

Dans fyrir alla tók einnig þátt í dansdagskrá Banamenningarhátíðar í Reykjavík þar sem fjölskyldum var boðið upp á að taka þátt í snerti-spuna, skapandi dansnámskeiði, horfa á dansbrot eftir unga dansara, dansstuttmyndir og taka nokkur spor í Danceoke.

Dans fyrir alla

í grunnskólum

9.jpg

Dans fyrir alla bíður upp á danskennslu og dansfræðslu í grunnskólum. Fræðsluverkefnið okkar hefur þróast með árunum og hafa skólar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni tekið þátt í því og einnig hafa nemendur komið í heimsókn til okkar í dansstúdíóið á Grensásvegi. Áherslan er á skapandi aðferðir og að nemendur rannsaki dansformið frá eigin sjónarhorni og fái að vera virkir og meðvitaðir þátttakendur í þróun listformsins.

Fyrir tímabilið 2019-2021 hefur Dans fyrir alla hlotið styrk frá Barnamenningarsjóði og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar til að halda fræðslu fyrir 6. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Íslenska Dansflokknum. Nemendum verður boðið upp á þriggja daga dansdagskrá yfir veturinn, einn morgun í dansstúdíói þar sem þau fá dans og danssmíði kennslu, einn fræðslutíma um sviðslistir í skólanum og boð á sýningu hjá Íslenska Dansflokkinn. Skráning fyrir fræðsludagana verður í september en hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið á dansgardurinn@gmail.com.

Dans fyrir alla

með hælisleitendum

Schermata 2018-09-20 alle 17.25.26.png

Dansgarðurinn hefur boðið upp á námskeið fyrir hælisleitendur í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þjónustuteymi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Tvö námskeið hafa verið haldin og áhersla lögð á jákvæð áhrif hreyfingarinnar og að njóta þess að vera og dansa saman. Í öðrum námskeiðum, sköpuðu þátttakendurnir dansstuttmynd sem var sýnd á Listahátíð í Reykjavík og verður sýnd á RÚV næsta vetur.

Dans fyrir alla

​námskeið fyrir börn með fötlun

Screenshot 2023-12-19 at 1.39.24 pm.png

Vorið 2024 mun Dansgarðurinn - Dans fyrir alla bjóða upp á 8 vikna námskeið í skapandi dansi fyrir börn með fötlun. 

 

Námskeiðið er ætlað byrjendum í dansi á aldrinum 6 - 12 ára en við tökum einnig á móti eldri börnum. 

 

Með dansi og hreyfingu könnum við möguleika hvers og eins og leggjum áherslu á að skapa öruggt rými sem leyfir okkur að uppgötva nýja hæfileika og treysta á hæfni okkar. 

Við leikum okkur með hreyfingu og tónlist.

 Þannig þróum við líkamstjáninguna, auðgum færni, 

eflum jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu 

og rýmisgreind. 

Við vinnum einnig með samskipti, tjáningu 

og samvinnu milli hvers og eins ásamt hópsins í heild.

Við þróum leiki og æfingar sem aðlagast hverjum og einum og vinnum í samvinnu við hvert barn að því að finna nýjar leiðir til að hreyfa sig og njóta hreyfingar. 

 

Námskeiðstími: Laugardagar 11:15 - 12:45 frá 13. Janúar - 9. Mars.
Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47. Salur 1. 

Það er gott aðgengi á Dansverkstæðinu.

 

Skráning í gegnum Sportabler - https://www.abler.io/shop/klassiski/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjU0ODg=

 

Verð: 20.000,- 

 

Kennari námskeiðs: Juliette Louste

Aðstoðarkennari: Cristina Aqueda

Hlutverk Dansgarðsins er að :

BJÓÐA UPP Á FAGLEGA OG FJÖLBREYTTA DANSKENNSLU, Í KLASSÍSKUM BALLET, NÚTÍMA- OG SAMTÍMADANSI OG SKAPANDI DANSI.

 

GERA DANSKENNSLU OG VIÐBURÐI AÐGENGILEGA FYRIR BÖRN OG UNGT FÓLK.

 

EFLA UMRÆÐU UM SVIÐSLISTIR Á MILLI UNGRA ÁHORFENDA OG LISTAMANNA.

 

SAMEINA OG STYÐJA LISTAMENN SEM ERU AÐ VINNA MEÐ DANS OG SVIÐSLISTIR FYRIR UNGT FÓLK OG ALLA ÁHORFENDUR.

 

VINNA MEÐ ÖÐRUM STOFNUNUM TIL AÐ SVARA BETUR SAMFÉLAGSÞÖRFUM Á SVIÐI DANS- OG SVIÐSLISTAR.

Klassíski listdansskólinn

Álfabakki 14a
109 Reykjavík

Grensásvegur 14,

108 Reykjavík

info@ballet.is 

Sími: 612-1221 


 

Óskandi

Eiðistorg
170 Seltjarnarnes.

oskandi@oskandi.is


 

  • Facebook
  • Instagram
  • Facebook
  • Instagram

Dans fyrir alla 

dansgardurinn@gmail.com


 

  • Facebook
  • Instagram
MRN_IS_2L_CMYK_2022.png

© 2023 by Train of Thoughts. Proudly created with Wix.com

bottom of page