Um Forward
FWD Youth Company- Forward with dance er danshópur fyrir unga dansara sem er ætlaður þeim sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Danshópurinn er hugsaður sem einskonar brú eftir framhaldsnám áður en ungir dansarar halda í háskólanám eða taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið.
Dansarar FWD fá tækniþjálfun bæði í klassískum ballet, nútímadansi og samtímdansi, þeir fá einnig að vinna verk með atvinnudanshöfundum sem eru virkir í danssenunni hérlendis og erlendis, auk þess fá þau að kynnast ólíkum möguleikum á sviði danslistar; dansmyndagerð, hvernig greina má dans, samstarfsverkefni við önnur listform, gestalistamenn koma í heimsókn og kynna ólíkar vinnuaðferðir svo eitthvað sé nefnt. Listrænir stjórnendur FWD bjóða þátttakendum einnig fræðslu um áframhaldandi nám og starfsleiðir í dansi og aðstoð við undirbúning inntökuprófa.
FWD er ætlað nemendum á aldrinum 18-25 ára það eru þó undantekningar að bæði eldri og yngri stundi þetta nám í þeim tilfellum er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu eða senda e-mail: forwardwithdance@gmail.com
Listræn stjórnun er í höndum Hrafnhildar Einarsdóttur. Verkefnastjóri er Lilja Björk Haraldsdóttir.