top of page
oskandi logo.png

Námsframboð

Óskandi er staðsettur á Eiðistorgi. Skólinn skiptist í forskóla- og grunnskólastig. Óskandi leggur áherslu á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemendi fær tækifæri til að þroskast og blómstra. Dansgleði, samvinna, efling líkamslæsis og hæfni til agaðra vinnubragða eru höfð að leiðarljósi. 

Forskóli

FORSKÓLINN ER FYRIR NEMENDUR 3 ÁRA TIL 8 ÁRA OG ER UNDIRBÚNINGUR FYRIR GRUNNNÁM.

​

Forskólinn er opinn öllum og miðast aldur við fæðingarár. Markmiðið er að þroska og örva hreyfigreind, líkamsvitund og félagsþroska.

​

Aðal áherslan er að kynna klassískan ballet og skapandi dans fyrir nemendum og leggja grunninn að frekara dansnámi.

mynd 7.jpg

Kríladans

KRÍLADANS ER FYRIR BÖRN FRÁ 3 MÁNAÐA TIL 3 ÁRA MEÐ FORELDRUM.

 

Kríladans 1 - 3 er hreyfisamverustundir fyrir börn og foreldra þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman saman og dansa, syngja og leika í hlýju, jákvæðu og notalegu umhverfi í hópi með öðrum.
 

Kríladans skiptist í þrjú námskeið:
Kríladans 1 fyrir börn frá 2 mán til skríða
Kríladans 2 fyrir börn sem skríða til ganga
Kríladans 3 fyrir börn sem ganga til 3 ára.

​

Kríladans.jpg

Grunnnám í listdansi

GRUNNNÁMIÐ, FRAMHALD AF FORSKÓLANUM, ER FYRIR NEMENDUR

9 ÁRA TIL 15 ÁRA OG ER UNDIRBÚNINGUR FYRIR FRAMHALDSBRAUT.

​

Áherslan er á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemandi fær tækifæri til að þroskast og blómstra.

Við kennslu er stuðst við aðalnámskrá. Grunnnámið samanstendur af klassískum ballet, nútímalistdansi, samtímadansi, spuna, táskótækni og sögulegum dansverkum auk þess sem nemendur taka þátt í ýmsum sýningum og eru kynnt fyrir nýjum straumum og stefnum og þróun listdansins.

​

Grunnnám í listdansi.jpg

Önnur námskeið

BALLET FYRIR FULLORÐNA, FLAMENCO OG PILATES.

Óskandi býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fullorðna.

Pilates.jpeg
bottom of page