top of page
oskandi logo.png

Framhaldsbraut í listdansi

1. - 3. ár

16 ára +

 

Næsta inntökupróf verður 14. ágúst kl. 17:00. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á oskandi@oskansi.is

Óskandi stefnir á að bjóða upp á framhaldsbraut í listdansi skólaveturinn 2025 - 2026. Námið er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi og skiptist í tvær brautir, klassíska listdansbraut og nútímalistdansbraut. Námið undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám á háskólastigi og atvinnumennsku í listdansi. Kennt er samkvæmt námsbrautalýsingum listdansbrautar MH. 

 

Inntökupróf fyrir framhaldsbrautina er 14. ágúst kl. 17:00. Inntökuprófið byrjar á balletttíma með Sally Cowdin og svo er farið í nútímadanstíma með Eydísi Rose Vilmundardóttur. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig í inntökuprófi. Skráning er í gegnum netfangið oskandi@oskandi.is

Námsskipulag - klassísk listdansbraut

Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fjórum sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskóm, einu sinni í viku í lotutíma og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans. Þeir nemendur sem eru eingöngu í nútímadansinum er í balletttíma fyrir nútímadansnemendur.

Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 5. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum átáskótækninni.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september.

Kennsluvikur: 16

Screenshot 2025-07-24 at 22.11.39.png

Námsskipulag - nútímalistdansbraut

Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fimm sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskótækni og tvisvar - þrisvar sinnum viku í nútímadansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi þá er hægt að velja eingöngu ballett, fimm sinnum í viku + táskótækni eða nútímadans, tvisvar - þrisvar sinnum í viku og ballett einu sinni í viku.

Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 6. og 7. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum átáskótækninni.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september 

Kennsluvikur: 16

Screenshot 2025-07-24 at 22.16.43.png

Hlutverk Dansgarðsins er að :

BJÓÐA UPP Á FAGLEGA OG FJÖLBREYTTA DANSKENNSLU, Í KLASSÍSKUM BALLET, NÚTÍMA- OG SAMTÍMADANSI OG SKAPANDI DANSI.

 

GERA DANSKENNSLU OG VIÐBURÐI AÐGENGILEGA FYRIR BÖRN OG UNGT FÓLK.

 

EFLA UMRÆÐU UM SVIÐSLISTIR Á MILLI UNGRA ÁHORFENDA OG LISTAMANNA.

 

SAMEINA OG STYÐJA LISTAMENN SEM ERU AÐ VINNA MEÐ DANS OG SVIÐSLISTIR FYRIR UNGT FÓLK OG ALLA ÁHORFENDUR.

 

VINNA MEÐ ÖÐRUM STOFNUNUM TIL AÐ SVARA BETUR SAMFÉLAGSÞÖRFUM Á SVIÐI DANS- OG SVIÐSLISTAR.

Óskandi

Eiðistorg
170 Seltjarnarnes.

oskandi@oskandi.is


 

  • Facebook
  • Instagram
  • Facebook
  • Instagram

Dans fyrir alla 

dansgardurinn@gmail.com


 

MRN_IS_2L_CMYK_2022.png

© 2023 by Train of Thoughts. Proudly created with Wix.com

bottom of page