
Framhaldsbraut í listdansi
1. - 3. ár
16 ára +
Næsta inntökupróf verður 14. ágúst kl. 17:00. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á oskandi@oskansi.is
Óskandi stefnir á að bjóða upp á framhaldsbraut í listdansi skólaveturinn 2025 - 2026. Námið er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi og skiptist í tvær brautir, klassíska listdansbraut og nútímalistdansbraut. Námið undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám á háskólastigi og atvinnumennsku í listdansi. Kennt er samkvæmt námsbrautalýsingum listdansbrautar MH.
Inntökupróf fyrir framhaldsbrautina er 14. ágúst kl. 17:00. Inntökuprófið byrjar á balletttíma með Sally Cowdin og svo er farið í nútímadanstíma með Eydísi Rose Vilmundardóttur. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig í inntökuprófi. Skráning er í gegnum netfangið oskandi@oskandi.is.
Námsskipulag - klassísk listdansbraut
Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fjórum sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskóm, einu sinni í viku í lotutíma og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans. Þeir nemendur sem eru eingöngu í nútímadansinum er í balletttíma fyrir nútímadansnemendur.
Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 5. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum átáskótækninni.
Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september.
Kennsluvikur: 16

Námsskipulag - nútímalistdansbraut
Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fimm sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskótækni og tvisvar - þrisvar sinnum viku í nútímadansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi þá er hægt að velja eingöngu ballett, fimm sinnum í viku + táskótækni eða nútímadans, tvisvar - þrisvar sinnum í viku og ballett einu sinni í viku.
Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 6. og 7. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum átáskótækninni.
Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september
Kennsluvikur: 16
