top of page
oskandi logo.png

Grunnnám í listdansi

1.stig

8-9 ára

Eiðistorgi

Mjóddin​

Nemendur í fullu námi á 1. stigi eru tvisvar í viku í ballet og einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.


Áhersla er lögð á dansgleði, samvinnu og að elfla líkamslæsi. Nemendur öðlist tilfinningu fyrir rými, áttum og tónlist. Nemendur fái tækifæri til að kynnast ballett, samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september 


Kennsluvikur: 16

2.stig

9-10 ára

Eiðistorgi

+

Mjóddin​

Nemendur í fullu námi á 2. stigi eru tvisvar í viku í ballett og tvisvar í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.

Þyndarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari.​ Áhersla er lögð á samspil hreyfinga og tónlistar, skapandi vinnuferli og að byggja upp styrk og liðleika.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september 

Kennsluvikur: 16

3.stig

10-12 ára

​Eiðistorgi

+

Mjóddin​

Nemendur í fullu námi á 3. stigi eru þrisvar sinnum í viku í ballett og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.

Þyndarstig eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Áhersla er lögð á nákvæmari tæknivinnu, heiti og hugtök svo og skapandi vinnu.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september 

Kennsluvikur: 16

4.stig

11-12 ára

​Eiðistorgi

Mjóddin​

Nemendur í fullu námi á 4. stigi eru þrisvar sinnum í viku í ballett, einu sinni í viku í undirbúningi fyrir táskó og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans. Þeir nemendur sem eru eingöngu í nútímadansinum er í balletttíma fyrir nútímadansnemendur.

Þyndarstig eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Áhersla er lögð á nákvæmari tæknivinnu, heiti og hugtök svo og skapandi vinnu.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september 

Kennsluvikur: 16

5.stig

12 - 13 ára

​Eiðistorgi

Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fjórum sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskóm, einu sinni í viku í lotutíma og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans. Þeir nemendur sem eru eingöngu í nútímadansinum er í balletttíma fyrir nútímadansnemendur.

Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 5. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum átáskótækninni.

Kennsla byrjar samkvæmt stundatöflu 1. september.

Kennsluvikur: 16

6. - 7.stig

13-15 ára

Eiðistorgi + nýtt rými

​Nemendur í fullu námi á 6. og 7. stigi eru fimm sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskótækni og tvisvar - þrisvar sinnum viku í nútímadansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi þá er hægt að velja eingöngu ballett, fimm sinnum í viku + táskótækni eða nútímadans, tvisvar - þrisvar sinnum í viku og ballett einu sinni í viku.

​Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 6. og 7. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum á táskótækninni.

​Kennsla byrjar 25. ágúst

​Kennsluvikur: 17

Hlutverk Dansgarðsins er að :

BJÓÐA UPP Á FAGLEGA OG FJÖLBREYTTA DANSKENNSLU, Í KLASSÍSKUM BALLET, NÚTÍMA- OG SAMTÍMADANSI OG SKAPANDI DANSI.

 

GERA DANSKENNSLU OG VIÐBURÐI AÐGENGILEGA FYRIR BÖRN OG UNGT FÓLK.

 

EFLA UMRÆÐU UM SVIÐSLISTIR Á MILLI UNGRA ÁHORFENDA OG LISTAMANNA.

 

SAMEINA OG STYÐJA LISTAMENN SEM ERU AÐ VINNA MEÐ DANS OG SVIÐSLISTIR FYRIR UNGT FÓLK OG ALLA ÁHORFENDUR.

 

VINNA MEÐ ÖÐRUM STOFNUNUM TIL AÐ SVARA BETUR SAMFÉLAGSÞÖRFUM Á SVIÐI DANS- OG SVIÐSLISTAR.

Óskandi

Eiðistorg
170 Seltjarnarnes.

oskandi@oskandi.is


 

  • Facebook
  • Instagram
  • Facebook
  • Instagram

Dans fyrir alla 

dansgardurinn@gmail.com


 

MRN_IS_2L_CMYK_2022.png

© 2023 by Train of Thoughts. Proudly created with Wix.com

bottom of page