top of page
oskandi logo.png

Grunnnám í listdansi

1.stig

8-9 ára

Eiðistorgi

Nemendur í fullu námi á 1. stigi eru tvisvar í viku í ballet og einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.


Áhersla er lögð á dansgleði, samvinnu og að elfla líkamslæsi. Nemendur öðlist tilfinningu fyrir rými, áttum og tónlist. Nemendur fái tækifæri til að kynnast ballett, samtímadansi, spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.

Kennsla hefst: 26. ágúst 2024

Kennsluvikur: 16

2.stig

9-10 ára

Eiðistorgi

Nemendur í fullu námi á 2. stigi eru tvisvar í viku í ballett og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.

Þyndarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari.​
Áhersla er lögð á samspil hreyfinga og tónlistar, skapandi vinnuferli og að byggja upp styrk og liðleika.

Kennsla hefst: 26. ágúst 2024

Kennsluvikur: 16

3.stig

10-12 ára

​Eiðistorgi

Nemendur í fullu námi á 3. stigi eru þrisvar sinnum í viku í ballett og tvisvar sinnum í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi. Einnig er hægt að vera i hlutanámi og velja annaðhvort ballett eða nútímadans.


Þyndarstig eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Áhersla er lögð á nákvæmari tæknivinnu, heiti og hugtök svo og skapandi vinnu.

Kennsla hefst: 26. ágúst 2024

Kennsluvikur: 16

5.stig

13-14 ára

Eiðistorgi og Grensásvegur 14

Nemendur í fullu námi á 5. stigi eru fimm sinnum í viku í ballett, tvisvar sinnum í viku í táskótækni og tvisvar sinnum viku í nútímadansi. Einnig er hægt að vera í hlutanámi þá er hægt að velja eingöngu ballett, fimm sinnum í viku + táskótækni eða nútímadans, tvisvar sinnum í viku og ballett einu sinni í viku.

Þyngdarstig í klassískum ballet og nútímalistdansi eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur á 5. stigi halda áfram að vinna að því að ná tökum á
táskótækninni.

Kennsla hefst: 26. ágúst 2024

Kennsluvikur: 16

bottom of page