top of page
oskandi logo.png

Kríladans

Kríladans 1

2 mán - skríða

Eiðistorgi

Fjölskyldusamverustundir fyrir börn frá 2 mán þar til barnið hefur náð tökum á því að skríða. Fjölskyldusamverustundirnar eru ókeypis og bjóða öllum foreldrum og forsjáraðilum stund til að hægja á og vera í núinu með barninu sínu. Í samverustundinni fá foreldrar tækifæri til að fylgjast með hvað er að gerast hjá barninu sínu núna í leik og hreyfingu þar sem barnið fær tækifæri til að leika og hreyfa sig frjálst um rýmið.

 

Hver tími byrjar á spjalli þar sem við ræðum um sjálfstæðan leik barna og hreyfiþroskann, mikilvægi þess að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik og vekjum athygli á því sem er að gerast hjá hverju barni fyrir sig. Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green Gilbert.

ATH: Námskeiðið er ókeypis og er hluti af samfélagsverkefni Dansgarðsins.

 

Næsta námskeið verður: 3. maí - 24. maí

Fjöldi kennlsuvikna: 4

Tímalengd kennslustundar: 45 mín

Kríladans 2

skríða - labba

 

Eiðistorgi

Fjölskyldusamverustundir fyrir börn sem skríða og þar til barnið hefur náð tökum á því að ganga. Fjölskyldusamverustundirnar eru ókeypis og bjóða öllum foreldrum og forsjáraðilum stund til að hægja á og vera í núinu með barninu sínu. Í samverustundinni fá foreldrar tækifæri til að fylgjast með hvað er að gerast hjá barninu sínu núna í leik og hreyfingu þar sem barnið fær tækifæri til að leika og hreyfa sig frjálst um rýmið.

Hver tími byrjar á spjalli þar sem við ræðum um sjálfstæðan leik barna og hreyfiþroskann, mikilvægi þess að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik og vekjum athygli á því sem er að gerast hjá hverju barni fyrir sig. Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi
fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green Gilbert.

 

ATH: Námskeiðið er ókeypis og er hluti af samfélagsverkefni Dansgarðsins.

Næsta námskeið verður: 3. maí - 24. maí

 

Fjöldi kennsluvikna: 4

Tímalengd kennslustundar: 45 mín

Kríladans 3

1-3 ára

 

Eiðistorgi

Kríladans 3 er hreyfisamverustund fyrir foreldra og börn sem eru farin að ganga og til 3 ára aldurs. Áhersla er lögð á líkams- og rýmisvitund og félagsfærni í skapandi og hlýju umhverfi.

Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green Gilbert.

Næstu námskeið verða:
14. september - 19. október (6 skipti)

9. nóvember - 30. nóvember (4 skipti)

bottom of page