
Kríladans
Kríladans 1
2 mán - skríða
Eiðistorgi
Kríladans er hreyfisamverustund fyrir börn og foreldra þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman saman og dansa, syngja og leika í hlýju, jákvæðu og notalegu umhverfi í hópi með öðrum. Hver tími byrjar á spjalli þar sem við ræðum um hreyfiþroskann, mikilvægi þess að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik og vekjum athygli á því sem er að gerast hjá hverju barni fyrir sig. Þessir tímar eru fyrir börn sem eru um 2 mánaða og þar til barnið er að ná tökum á því að skríða.
Kennsla hefst: 15. september
Fjöldi kennsluvikna: 6
Tímalengd kennslustundar: 45 mín
Kríladans 2
skríða - labba
Eiðistorgi
Kríladans er hreyfisamverustund fyrir börn og foreldra þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman saman og dansa, syngja og leika í hlýju, jákvæðu og notalegu umhverfi í hópi með öðrum. Hver tími byrjar á spjalli þar sem við ræðum um hreyfiþroskann, mikilvægi þess að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik og vekjum athygli á því sem er að gerast hjá hverju barni fyrir sig. Þessir tímar eru fyrir börn sem eru farin að skríða þar til barnið er að ná tökum á því að ganga.
Kennsla hefst: 15. september
Fjöldi kennsluvikna: 6
Tímalengd kennslustundar: 45 mín
Kríladans 3
1-3 ára
Eiðistorgi
Kríladans 3 er hreyfisamverustund fyrir foreldra og börn sem eru farin að ganga og til 3 ára aldurs, áhersla er lögð á líkams- og rýmisvitund og félagsfærni í skapandi og hlýju umhverfi.
Kennsla hefst: 9. september
Fjöldi kennsluvikna: 6
Tímalengd kennslustundar: 40 mín
Verð: 14.900 kr.