top of page
oskandi logo.png

Kríladans

Kríladans 1

2 mán - skríða

Eiðistorgi

Fjölskyldusamverustundir fyrir börn frá tveggja mánaða aldri og þar til barnið hefur náð tökum á því að skríða.
Fjölskyldusamverustundirnar eru ókeypis og bjóða öllum foreldrum og forsjáraðilum stund til að hægja á og vera í núinu með barninu sínu.

Á námskeiðinu er aðaláhersla lögð á frjálsa hreyfingu og sjálfstæðan leik en einnig syngjum við og dönsum saman. Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green Gilbert.

Næsta námskeið verður:
23.ágúst - 27. september (6 skipti)

ATH: Námskeiðið er ókeypis og er hluti af samfélagsverkefni Dansgarðsins.

Kríladans 2

skríða - labba

 

Eiðistorgi

Fjölskyldusamverustundir fyrir börn sem skríða og þar til barnið hefur
náð tökum á því að ganga. Fjölskyldusamverustundirnar eru ókeypis og
bjóða öllum foreldrum og forsjáraðilum stund til að hægja á og vera í
núinu með barninu sínu. Í samverustundinni fá foreldrar tækifæri til
að fylgjast með hvað er að gerast hjá barninu sínu núna í leik og
hreyfingu þar sem barnið fær tækifæri til að leika og hreyfa sig
frjálst um rýmið.

Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi
fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green
Gilbert.

Næsta námskeið verður:
23. ágúst - 27. september (6 skipti)

ATH: Námskeiðið er ókeypis og er hluti af samfélagsverkefni Dansgarðsins.

Kríladans 3

1-3 ára

 

Eiðistorgi

Kríladans 3 er hreyfisamverustund fyrir foreldra og börn sem eru farin að ganga og til 3 ára aldurs. Áhersla er lögð á líkams- og rýmisvitund og félagsfærni í skapandi og hlýju umhverfi.

Samverustundin sækir innblástur sinn til nokkurra mismunandi fræðimanna og uppeldisstefna eins Pikler, Baby Bare og Anne Green Gilbert.

Næstu námskeið verða:
14. september - 19. október (6 skipti)

9. nóvember - 30. nóvember (4 skipti)

bottom of page