top of page
KLS_LOGO_BLACK vef.png

Um Klassíska listdansskólann

Klassíski listdansskólinn (KLS) er faglegur listdansskóli sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins, hann fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir gæða leiðsögn. Klassíski listdansskólinn býður upp á klassíska listdanskennslu, nútímadans, samtímadans og skapandi dans fyrir nemendur frá 3 ára aldri.

 

Skólinn var stofnaðu af Guðbjörgu Astrid Skúladóttur sem hóf starfssemina í janúar 1994. Hrafnhildur Einarsdóttir tók við stjórn skólans haustið 2017, aðstoðarskólastjóri er Ernesto Camilo Aldazabal Valdes og verkefnastjóri er Aude Busson.

Klassíski listdansskólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá sem er samþykkt af ráðuneytinu, sem gefur nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra.

 

Starfsemi Klassíska listdansskólans er að Álfabakka 14a og Grensásvegi 14. Skólinn vinnur í nánu samstarfi við dansskólann Óskandi sem er staðsettur á Eiðistorgi.

SKRIFSTOFAN ER STAÐSETT AÐ GRENSÁSVEGI OG ER OPIN MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ KL. 10:00 TIL 15:00

bottom of page